sunnudagur, október 24, 2004

næturbröltið

Sjiiiiiiiiiit! Hvaða undarlegu hvöt fá mig til að fíla það óendanlega mikið að chilla bara frameftir á nóttunni og ekki langa til að fara að sofa? Ég er dálítið hissa á sjálfri mér, er í fucking námi og á að vera búin að læra taka ábyrgð! Jams og já. Hvað segir það mér, jú að stundum þá verður maður bara að þvinga sig til að byrja á hlutum og svo er það bara allt í lagi og eiginlega bara betri en maður bjóst við. Jams, þannig að þá væri rosalega sniðugt af mér að notfæra mér þessar upplýsingar. Nei, held ekki að ég nenni því... bíðum aðeins með það, kannski gerist það bara sjálfkrafa. Já. Hehe, alltaf plús að vera jákvæð :)
Eða er það sjálfsblekking? Eins og þegar ég fór eitt sinn í bankann og “sannfærði” þjónustufulltrúann um að veita mér lán. Já mikið var ég ánægð með mig í alveg smá tíma, alveg pínu montinn af sinni sko.
Anyways – maður veit alltaf svarið, það byrjar að blasa við manni og svo er bara að ákveða hvað maður gerir við það. Alltof einfalt.
Soldið við hæfi að ég sé rétt í þessu að hlusta á eitthvað sem best væri að lýsa sem negra gospell – olright!
Jæja, ég ætal að taka á því. Stefnan er tekin í rúmið, aaaaahhhhh.

Hey! Segir maður “stefnan er tekin á....” eða “stefnan er tekin í.....”? Eða skiptir það bara engu máli? Hmmm, erum við að hafa áhuga á orðsifjafræði, erum við ekki full ung fyrir það. Vekjum þetta upp þegar nær dregur að fimmtugsaldrinum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home