mánudagur, október 25, 2004

meira næturbrölt

jams og já. mig langar í meiri minni, þ.e. utaná liggjandi harðandisk - ipod væri fullkomið fyrir mig :)
þannig að ég fór á netið og tékkaði á þessu - kostnað og annað slíkt - 40GB ipod frá USA kostar 400$ (ca. 32 þús. ísl.) og svo athugaði ég hjá apple umboðinu hérna heima og .... arg! .... ég þoli þá ekki! Þar kostar 20GB ipod 69.900kr. takk fyrir !!!!! Já, þetta snýst aðallega um gremju mína gagnvart apple á íslandi. Þannig að núna er ég alveg stundum að sjá pínu pons eftir að hafa ekki bara keypt mér pc fartölvu - sleppt því að vera sérstök og verið bara eins og allir hinir og þá gæti ég keypt mér 80GB utaná liggjandi harðan disk á undir 20 þús.

En annars er bara allt gott, hehe. Get ennþá hjólað, sem er rosalega gott þar sem ég er orðin frekar háð hjólinu. Einn daginn bara small þetta - leit alltaf á hjólið sem bara farartæki og ef annað bauðst betra þá þáði ég það frekar og yfirgaf hjólið með glöðu geði. En svo bara einn daginn fór mér að þykja vænt um hjólið mitt og sá gildi þess að geta hjólað bara þanngað sem mig listir og á mínum tíma, já finnst meir en allt í lagi að fara bara með það í strætó ef um lengri vegalengd er að ræða (ekki það að það gerist oft). Þannig að mig kvíðir dálítið fyrir þegar það fer að snjóa. En vona að svona muni það líka gerast í náminu mínu - "klikk" - bara einn daginn smelli það og mín hugmynd að huggulegri kvöldstund verði að sitja við skrifborðið með greinarheftinn góðu og skemmt mér yfir því hvernig fræðimenn flækja einföldustu hlutina, mmmm... mér hlýnar allri ;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home