þriðjudagur, september 20, 2005

Varð virkilega pirruð áðan í fyrsta skipti í langan tíma. Ekki mjög þægileg tilfinning. Kenni þreytu um, langaði helst ekki að eiga nein samskipti en þurfti þess og var því pirruð. Búin að jafna mig og vona að ég geti bara beðist afsökunar til þeirra sem urðu fyrir pirrinu mínu. Shit hvað ég get verið leiðilega konan þegar svo ber á.

En í allt aðra sálma.

Þoli svo illa hryllingsmyndir! Þegar Scream var sýnd í bíó á sínum tíma þá ætlaði ég útí hlé því ég var svo hrædd. Ég sá þó fyrir mér að líklega myndi ímyndunaraflið gera sér meir úr hálfkláraða mynd en mynd með endahnút á og kláraði því að horfa á hana. Sá ekki eftir því.
Var svo dregin á scifi/hryllingsmynd í bíó um daginn. Var ekki mjög spennt en lét tilleiðast. Var konan sem sagði "ó, nei!" þegar myndin byrjaði. Var undir hinu versta búin, svo var þetta bara fín mynd. Öllum fannst það þó ekki. Nördanir voru misánægðir en ég held að ég hafi verið mest ánægð. Enda hafði ég ekki hugmynd um við hverju ég átti að búast og bjóst því bara við vanlíðan en svo var ekki og því var ég sátt.

Fór í fangelsið á Skólavörðustíg í gær! Það var alveg soldið sérstakt.

5 Comments:

Blogger Sif said...

Maður segir ekki að maður hafi farið í fangelsi á bloggi án þess að koma með nánari skýringar á því!

Útskýring óskast!

september 20, 2005 1:55 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Algjörlega sammála síðasta ræðumanni :)

september 20, 2005 2:20 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Já ef maður gerir það fara sögunar fljótt á kreik...- varstu kannski að taka viðtal við einhverja kvíðna bandíta varðandi BS-verkefnið þitt! - eða tengdist þetta þínu "venjulega" helgabrölti og tilheyrandi lögregluátökum....

september 20, 2005 2:46 e.h.  
Blogger Halla Maria said...

takk fyrir heimsóknina:-)

september 20, 2005 3:48 e.h.  
Blogger Sóley said...

múhahahahaha!!! var bara að fokka í ykkur. fór að heimsækja vinkonu mína í vinnuna ;)

september 20, 2005 4:40 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home