mánudagur, ágúst 22, 2005

...og þá hefst biðin eftir einkunina (gæti hugsanlega verið bæði beygt og skrifað vitlaust).

En í aðra sálma, hef tekið eftir því að í Morgunblaðinu eru oft stafsetningavillur og finnst það mjög undarlegt. Þetta er, eða á að vera, virtur fjölmiðill og maður gat treyst því að það sem maður sá þar var rétt....bíddu bíddu....hahaha, nú er ég farin að rugla!

Mér finnst allt í lagi að heyra unglinga tala ruglmál og hef alltaf verið sannfærð um að það sé bara tímabil sem allir fara í gegnum. Annað finnst mér þó að heyra fullorðin einstakling rugla, t.d. að fara rangt með málshátt. Reyndar fyrirgef ég fólki þegar það er í beinni útsendingu og verður stressað og fer þess vegna að bulla, ætlar kannski að slá aðeins um sig en gerir það með orðum sem það er ekki vant að nota og því kemur út eitthvað rugl. En þegar maður sér þetta á prenti þá er það nú annað mál - er ekki sjálfsagt að láta lesa yfir það sem maður sendir frá sér? Skilst að Mogginn sé ekki prófarkalesinn lengur - af hverju ekki? Það er greinilega þörf á það.

Eins skil ég ekki af hverju fullorðnu fólki dettur í hug að setja uppí sig peningaseðla, t.d. þegar það er að telja klink og geymir seðilinn á milli varanna!!! Eða þegar afgreiðslufólk er svo almennilegt að nota hanska þegar það er að handleika óvarinn mat eða nammi, og fer svo í peningakassann og handleikur peninganna og fer svo aftur í óvarða matinn eða nammið - bíddu!!! Til hvers er verið að nota hanskana, hugsanlega til að verja sjálfan sig frá ógeðis matnum eða namminu sem kúnninn er að kaupa... eða hvað?

Jæja, þá er konan með skoðanir búin með þær í bili.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home