föstudagur, janúar 06, 2006

Nenni ekki neitt að blogga....

Stundum tek ég svona mótþróakast þar sem ég nenni ekki að gera það sem allir aðrir eru að gera. Núna nenni ég ekki að blogga, nenni sko alls ekki að taka þátt í klukk-leiknum, nenni heldur alls ekki að skrifa um vini mína í commentakerfinu þannig að ekkert verður skrifað um mig í commentakerfum fólks.

Upplifi stundum það sama með stórmyndir, nenni ómögulega að sjá myndir sem allir flykkjast á. Horfi svo á þær miklu síðar á vídeó og finnst þær oftast mjög fínar.

Streitist líka oft á móti tónlist sem allir eru að hlusta á. Var lengi að viðurkenna Travis á sínum tíma og missti fyrir vikið af tónleikum þeirra á hróa - voru víst rosa fínir. Svo reyndust Travis vera drasl - en það er annað mál.

...jæja þá, tókst nú samt að blogga eitthvað :)

Já einmitt það líka: gleðilegt ár og takk fyrir gamalt og gott.

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

vei yndi...ég er sko alveg til í að fá kassann lánaðann...ég skal passa hann einsog augasteininn minn ;)

og mannstu að þorrablótið er á næsta leyti !!

janúar 07, 2006 8:32 e.h.  
Blogger Herborg said...

ég skil þig alveg,sérstaklega með stórmyndirnar...ég geri þetta eimitt líka stundum...hef ekki hugmynd hvers vegna ???!

janúar 09, 2006 12:16 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

omg! að hata stórmyndir og travis bjargar þér úr illri tilvist meðalmennskunnar.

wujayfh

janúar 10, 2006 3:29 e.h.  
Blogger Sóley said...

lol :D
hef ekkert á móti því að vera meðalfólk - held það sé langþægilegast

janúar 11, 2006 3:02 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home