föstudagur, desember 09, 2005

Í gær var ég í gráðun fyrir appelsínugula beltið. Gekk nokkuð vel. Var þó svo stressuð að ég bókstaflega skalf þar sem ég stóð í getanbrai-stöðuna mína. Vissi að ég myndi ná, það gera það allir. Nóg að sýna viðleitni og vera með 65% mætingu. Það er víst ekki fyrr en maður tekur brúna beltið að það fari að skipta verulegu máli að gera allt fullkomið. Nokkur belti í það hjá mér.

Fór svo á tónleika í Fríkirkjuna. Voða ljúft. Er að fara aftur á tónleika þar á morgun, sjá Antony and the Johnsons. Hlakka mjög mikið til. Búin að hlakka til síðan í september. Fékk allt í einu þá hugmynd að það myndi reyna á mig á morgun. Að ég þyrfti að sleppa tónleikunum fyrir eitthvað mjög göfugt. Shit! Vona að það sé bara paranoia hjá mér.

Er reyndar í prófalestri, eða öllu heldur á að vera í það. Ekki svo mikill tími sem ég hef fyrir það, svo margt annað skemmtilegt að gera. Ætli ég geti kennt fyrirmyndum mínum um þessa leti. Bandura segir að við lærum í gegnum herminám. Ég lærði viðmið mín með því að horfa á foreldra mína setja sér viðmið og fylgja þeim. Hemm....mamma er massa dugleg, myndi segja að pabbi er slakker. Ég er slakker. Djö! Snýst um að forgangsraða. Forgangsraða!!!

Þekki fólk sem fríkar og lendir í tilvistarkreppu þegar það fær lága einkunn. Ég er ekki ein af þeim. Hef reyndar mjög svo takmarkaðan skilning á þannig hlutum. Lífið heldur áfram. Það er eins skemmtilegt og við viljum hafa það. Reyndar líka eins leiðinlegt og við viljum hafa það. Okkar er víst valið.

Jeps, peps. Halda lestrinum áfram. Gangi mér vel. Gangi ykkur vel. Gangi okkur vel.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home