sunnudagur, desember 11, 2005

Yeah! Yeah!
Fór á Antony and the Johnsons í gær. Þurfti ekki að fórna því fyrir eitthvað göfugt eins og ég var svo hrædd um. Veit ekki alveg hvaðan sá ótti kom, ekki eins og ég standi oft frammi fyrir því!

Tónleikarnir voru æði. Antony er æði.

Byrjaði reyndar á gaur með sítt hár skipt í miðju, kringlótt gleraugu og í sjúskaðri skyrtu að spila eitthvað og gaula með. Örugglega kærasti Antonys eða rosa góður vinur. Leiddist í gegnum hann. Klappaði mikið þegar hann tilkynnti að nú væri komið að seinasta laginu hans. Veiiiiiiiii!

Svo kom goðið sjálft á svið. Eftirvæntingin var mikil, brosti fast og mikið. Hann stóð undir öllu. Var æði. Hefði ekki getað verið betri. Allt sviðið var dimmt fyrir utan tvo lampa sem lýstu í mittishæð. Hann vildi víst hafa það þannig - myrkur.

Eftir tónleikana var eitthvað hangs og við pabbi höngsuðum með. Keypti bol, tjattaði við fólk. Sá svo Antony inní kirkjuna. Hnippti í pabba: "Koma og segja hæ?". Gerðum það, veiiiiiii. Leyfði mér að vera eins og smástelpan sem ég er. Wúwú!

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

ég sofnaði næstum því þegar gaurinn var að hita upp, en það breyttist snögglega þegar Antony gekk inn á sviðið! magnaðir tónleikar!!!

desember 17, 2005 12:00 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home