Sumir eru klikkaðri en aðrir, ég er ein af þeim.
Er að byrja á prófalestrinum. Auðvitað er mikilvægt að sofa vel og lengi, ég er mjög meðvituð um það. Svo er mikilvægt að vera ekkert að flýta sér of mikið þannig að mér finnst alveg réttlætanlegt að byrja daginn á sjóðandi heitu baði. Og með flýtifaktorinn í huga þá tek ég með mér Su Doku bókina mína og virki hugann með því að leysa eina slíka þraut á meðan ég slaka á í baði. Svo kem ég uppúr og þá er ég svo búin á því að ég þarf að slaka á með alla glugga opna til að fá ferkst loft.
Næst huga ég að næringu. Mjög mikilvægt er að borða vel til að vera vel upplögð fyrir lesturinn. Bý mér til heilsuboost-drykk og brauð með fullt af hollu áleggi. Borða þetta svo í ró og næði, ekki flýta meltinguna of mikið. Að máltíðinni lokinni þarf að ganga frá öllu og hella uppá kaffi. Þegar kaffið er komið í bollann er komin tími á að hefja lesturinn.
Þetta ferli tekur um tvær klukkustundir! Var að ljúka því og setjast niður til að lesa, þegar ég mundi allt í einu eftir því hversu langt er síðan ég heyrði í Gunna vin minn. Hringdi í hann og bjó til kaffidate.
Jæja, best að nota 40 mínúturnar sem ég hef til lesturs áður en ég þarf að leggja af stað í kaffi ;)
Er að byrja á prófalestrinum. Auðvitað er mikilvægt að sofa vel og lengi, ég er mjög meðvituð um það. Svo er mikilvægt að vera ekkert að flýta sér of mikið þannig að mér finnst alveg réttlætanlegt að byrja daginn á sjóðandi heitu baði. Og með flýtifaktorinn í huga þá tek ég með mér Su Doku bókina mína og virki hugann með því að leysa eina slíka þraut á meðan ég slaka á í baði. Svo kem ég uppúr og þá er ég svo búin á því að ég þarf að slaka á með alla glugga opna til að fá ferkst loft.
Næst huga ég að næringu. Mjög mikilvægt er að borða vel til að vera vel upplögð fyrir lesturinn. Bý mér til heilsuboost-drykk og brauð með fullt af hollu áleggi. Borða þetta svo í ró og næði, ekki flýta meltinguna of mikið. Að máltíðinni lokinni þarf að ganga frá öllu og hella uppá kaffi. Þegar kaffið er komið í bollann er komin tími á að hefja lesturinn.
Þetta ferli tekur um tvær klukkustundir! Var að ljúka því og setjast niður til að lesa, þegar ég mundi allt í einu eftir því hversu langt er síðan ég heyrði í Gunna vin minn. Hringdi í hann og bjó til kaffidate.
Jæja, best að nota 40 mínúturnar sem ég hef til lesturs áður en ég þarf að leggja af stað í kaffi ;)
5 Comments:
ha ha ha ég er svona líka!
En já við beiluðum báðar á planinu um daginn:-( steingleymdi þessu!
Við hittumst bara sem allra fyrst tökum okkur pásu í prófalestrinum:-)
túrilú
hei! þarftu ekki að laga til og þrífa? ég laga mikið til í prófum, eða endurnýja kynnin við gamla vini í útlöndum á netinu. ójá, hve ljúf ábyrgðarfælnin getur verið...
jú, þetta er sko daglega ferlið - tiltekin gerist þegar hennar er þörf. Núna er allt tiptop heima þar sem aðeins eru nokkrir dagar síðan ég byrjaði að læra heima og fór fyrsti dagurinn allur í tiltekt ;)
Vá, hvað ég kannast við þetta... þegar ég er heima hjá ömmu og afa bætist svo við að ég verð að renna "örstutt" í gegnum Moggann, DV og Fréttablaðið yfir kaffibollanum!!!! Það er ómögulegt að koma sér þaðan út úr húsi fyrr en í fyrsta lagi á hádegi:)
aha... þú ert s.s. ekki að taka fyrir þemu eins og t.d. endurskipulagningu skápa, fjarlægja alla ló úr íbúðinni, sortera myndir, hvernig get ég fegrað internet sjálfið mitt o.s.frv.?
djöfull er ég slæm...
Skrifa ummæli
<< Home