mánudagur, mars 06, 2006

Var að horfa á Kastljós. Þar voru komnir tveir menn frá 1-1-2 til að kenna fólki hvernig eigi að bregðast við ef einhver hnígur niður fyrir framan mann - blása tvisvar og hnoða 30 sinnum. Þetta finnst mér vera MJÖG mikilvægar upplýsingar. Svo mikilvægar að ég hóaði í fólk sem var nálægt mér til að það gæti líka fylgst með þessari kennslustund í sjónvarpinu. Þeim fannst það ekki mjög svo merkilegt og voru ægilega mikið að drífa sig að fara.

Er ekki mikilvægt að kunna að bregðast rétt við ef einhver hnígur niður fyrir framan mann? Það er varla hægt að gera neitt rangt í slíkum tilfellum, nema að gera ekki neitt. Líkurnar á því að maður geri ekki neitt eru meiri ef maður veit ekki hvernig eigi að bregðast við. Maður er hræddur við að skemma eitthvað eða gera eitthvað vitlaust, þannig að maður gerir kannski ekki neitt. Það væri synd að deyja einungis vegna fáfræði nærstaddra.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Já ég er algjörlega sammála að það ættu allir að vita hvað ætti að gera ef einhver hnígur niður.. því maður myndi vilja að einhver myndi bjarga manni sjálfum ef eitthvað kæmi upp á .. síðan er ég líka að heyra að hjartaáfall í dag er að gerast fyrir fólk undir þrítugt vegna breyttra matarvenja að við erum komin í áhættuhópinn!!! isss.. ekki gott.

mars 08, 2006 5:35 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Auðvitað á maður að kunna að bregðast við. Mér finnst þetta framtak hjá Kastljósinu mjög þarft.

mars 10, 2006 12:55 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home