miðvikudagur, janúar 11, 2006

Var að fletta í gegnum eitthvað blað og rak augun í eitt týpískt svona "Elskaðu sjálfan þig" dót:

Hugsaðu jákvætt til sjálfs þíns
Ekki gera lítið úr þér. Ef þér líkar ekki við eitthvað í fari þínu breyttu því þá. Ef þú getur ekki breytt því reyndu þá að sætta þig við þig eins og þú ert. Ef þú hugsar neikvætt til sjálfs þíns eru líkarnar litlar að þér takist að breytast til batnaðar.


Hér á auðvitað líka við að ef maður hugsar neikvætt til sjálfs síns og ber ekki virðingu fyrir sjálfum sér, þá gera aðrir það ekki heldur.

Verðlaunaðu sjálfan þig
Þegar þú gerir eitthvað sem þú ert stoltur af skaltu verðlauna þig fyrir vikið. Ekki bíða eftir að aðrir hrósi þér því ef hrósið berst ekki gætirðu orðið bitur. Klappaður sjálfum þér á bakið, það er frábær tilfinning.


Stundum eins og maður sé feimin við að hrósa sjálfum sér, eins og manni finnist það vera sjálfsagt að gera vel.

Fyrirgefðu sjálfum þér
Hugsaðu um sjálfan þig eins og besta vin þinn og fyrirgefðu þér þegar þú gerir mistök. Reyndu að læra af mistökunum og notaðu reynsluna til að gera betur næst.


Held að maður sé sinn eigin versti gagnrýnandi. Maður gerir stundum fáránlega óraunhæfar kröfur á sjálfan sig.

Njóttu árangursins
Flestir muna auðveldlega eftri vandræðalegum og ömurlegum atvikum úr fortíðinni. Munum jafnvel eftir sigrum okkar. Reyndu að rifja upp það sem þér hefur tekist að atorka í gegnum tíðina og veltu því fyrir þér allavega einu sinni í viku.


Veit ekki alveg með 'einu sinni í viku' dótið, kannski bara til jafns við það hversu oft maður rifjar upp draslið sitt.

Kannski að lífið verði bara eins gott og maður leyfir því.

Nú ætla ég bara að birta þessa færslu án þess að velta henni of mikið fyrir mér, gera mitt besta og vera ánægð með það :)

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hvernig fellur þetta að hugmyndafræði sálfræðinnar?..

Annars, kaffi einhver daginn? Fer á þriðjudaginn...

vaka

janúar 13, 2006 1:04 f.h.  
Blogger Sóley said...

jákvætt hugarfar nær alltaf mjög langt. svo er annað mál hvort stundum þurfi ekki aðeins meir en bara jákvætt hugarfar :)

janúar 13, 2006 5:51 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

vá. needet that í dag. takk. kv.betan

janúar 13, 2006 9:22 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home