miðvikudagur, ágúst 03, 2005

eitthvað sniðugt

Verslunarmannahelgin var æðisleg. Álfaborgarsjens er þá haldin hér og var hagyrðingarkvöld á föstudaginn. Ég var massaspennt, loksins eitthvað að gerast, og ætlaði pottþétt að fara. Sem betur fer benti mér einhver á að þetta væri svona "Bladíbladí bla og blaídbladí bla og botnaðu nú" og þar sem ég veit ekkert leiðinlegra en þannig dót var ég ofsalega fegin að hafa ekki farið. Hefði þurft að læðast út, eða öllu verra, sitja allan tímann meðan hagyrðingar skemmtu sjálfa sig og hin gamalmennin.

Í staðin sat ég heima með þrem gestum og Skúla og horfði á lélegar bíómyndir á meðan við biðum eftir að ballið byrjaði seinna um kvöldið. Svo kom loksin að því og ég lullaði mér uppeftir. Ég er aðeins málkunnug nokkrum hér í sveitinni og fór því í von og óvon um að einhver myndi vera þar sem ég þekkti. Hitti strax sæta sænska vinnumanninn á næsta bæ og við urðum full saman.

Svo loksins um 5 leytið komu Lína og Kári í bæinn eftir að hafa keyrt bara alla leið úr Reykjavík. Þá gat ég loksins farið heim.

Já, undarlegt hugarfar mitt hér. Hugsaði bara með mér, ég verð bara að djamma þar til krakkarnir koma og verð þá bara nógu full til að mér leiðist ekki á meðan ég bíð. Og það rættist ;)

ARg!!!! var búin að skrifa helmingin af ofsalega ævintýrinu sem við lentum í á Snæfelli, hæsta fjallið utan jökla, þegar allt strokaðist bara út. Jæja, segi ykkur það bara síðar.

Allavega þá var þetta stórkostleg helgi með djammi, góðu fólki og smá skammt af ævintýri - bara eins og það á að vera :)

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

...sæta sænska vinnumanninn...

ehm, hvað felst í því að verða full saman? (slöttíslöttí)

hvernær kemuru til rvk?

ágúst 04, 2005 12:36 e.h.  
Blogger Sóley said...

hahaha, lestu nú samt áfram og taktu eftir því að ég fer heim með Línu og Kára vinum mínum úr Rvíkinni. En ég kem í bæinn á Sonic Youth, seinni tónleikanna - kemuru?

ágúst 04, 2005 1:21 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home