joinks!
Borgaði ekki skráningargjaldið í skólann í tæka tíð - var á hróa og í sukki bara. Grunaði ekki að greiðsluseðillinn sem var kominn inná netbankann minn yrði farinn 5.júlí - en eindagi var 4.júlí. En það var nú bara það sem gerðist!!!
Dadaradada....nemendaskrá fór svo í sumarfrí daginn sem ég kom heim og er lokuð til 2.ágúst - redda þessu bara þá hugsaði ég með mér. En það eru greinilega fleiri slugsar en ég í HÍ þar sem þeir hafa séð ástæðu til að opna sérstakt mail fyrir okkur þar sem við getum beðið um undanþágu og tilgreint ástæðu þess að við sluggsuðumst. Gerði það - var erlendis og ekki með aðgang að netbankanum mínum. Nennti ekkert að vera að flækja þetta þar sem ég er viss um að þetta sé bara formsatriði.
Fékk svo sent automatiskt svar:
Beiðni þín hefur verið móttekin.
Rökstuddar beiðnir um árlega skráningu fyrir háskólaárið 2005-2006, sem berast eftir 22. apríl, verða teknar til athugunar og leitast við að afgreiða þær af eða á innan þriggja vikna frá því þær berast.
Shit! Ég vona að ég hafi rétt fyrir mér með að þetta sé bara minor formsatriði því minn "rökstuðningur" er bara léleg afsökun.
Þannig að, joinks!!
Dadaradada....nemendaskrá fór svo í sumarfrí daginn sem ég kom heim og er lokuð til 2.ágúst - redda þessu bara þá hugsaði ég með mér. En það eru greinilega fleiri slugsar en ég í HÍ þar sem þeir hafa séð ástæðu til að opna sérstakt mail fyrir okkur þar sem við getum beðið um undanþágu og tilgreint ástæðu þess að við sluggsuðumst. Gerði það - var erlendis og ekki með aðgang að netbankanum mínum. Nennti ekkert að vera að flækja þetta þar sem ég er viss um að þetta sé bara formsatriði.
Fékk svo sent automatiskt svar:
Beiðni þín hefur verið móttekin.
Rökstuddar beiðnir um árlega skráningu fyrir háskólaárið 2005-2006, sem berast eftir 22. apríl, verða teknar til athugunar og leitast við að afgreiða þær af eða á innan þriggja vikna frá því þær berast.
Shit! Ég vona að ég hafi rétt fyrir mér með að þetta sé bara minor formsatriði því minn "rökstuðningur" er bara léleg afsökun.
Þannig að, joinks!!
4 Comments:
Þetta reddast hjá þér!
Skrifaðu meira!
Mátt aldrei hætta
segðu eitthvað sniðugt
Skrifa ummæli
<< Home