laugardagur, október 29, 2005

Fyrir mér er matur bara matur. Ég meina, góður matur er alveg ofsalega góður, en svo verð ég södd og þá er því lokið. Hins vegar fæ ég aldrei nóg af því að baða mig. Það jafnast ekkert á við sjóðandi heitt bað og góð bók með. Get legið endalaust í baði, svo þegar vatnið er orðið kalt þá læt ég bara renna aftur heitt. Mmmmmm.......

6 Comments:

Blogger Sif said...

sammála!

október 29, 2005 7:15 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Allt i lagi að fara i bað (svona 7 minutur) en allveg hundleiðinlegt að þurrka sér þegar maður kemur upp úr baði?

Vakarate

október 30, 2005 1:15 e.h.  
Blogger Sóley said...

hluti af baðferðinni er að láta sig þorna, þ.e. vefja sig inní stórt handklæði, leggjast uppí rúm og lesa áfram þar til maður er orðin þurr ;)

október 30, 2005 5:36 e.h.  
Blogger Halla Maria said...

vildi ég hefði þolinmæði í baðferðir en hef það bara ekki, er komin með nóg eftir 10 mín.......

október 30, 2005 7:03 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

vá ég elska böð...var ekki baðmannsekja á sínum tíma, vildi bara sturtuna...en eftir lindargötu-tímann minn þar sem baðferðir voru tíðar þá er þetta orðinn ein sú besta stund í heimi :D
og ekki skemmir að hafa kertaljós og ölglas með.....
annars er ég svakalega fresh í dag...er að koma í bæinn um helgina og það kætir mig;)

október 31, 2005 1:41 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Heyrðu sæta, er að koma heim eftir ca. 2 vikur til að skrifa þessa blessuðu ritgerð (hef greinilega ekki þann sjálfsaga sem ég trúði mig búa yfir).

og mig bráðvantar lærifélaga til að hanga með niðrí Odda eða.... jafnvel Þjóðarbókhlöðunni ef allt fer í fokk!!!:) Hvað segiru um að búa til grúppu og taka þetta svolítið stíft?????

Anyways, hlakka til að sjá þig og skilaðu kærri kveðju á familíuna

nóvember 01, 2005 4:11 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home