föstudagur, október 21, 2005

Airwaves....

Gærkvöldið bætti fyrra kvöldið upp. Fyrra kvöldið komumst við hvergi inn þar sem öllum öðrum langaði á sama staði og við. Það var mjög svo fúlt. Var alveg að íhuga að skila armbandinu mínu. En gerði það ekki. Bitchaði bara ógeðslega mikið um það þar til Stjáni sagði mér að halda kjafti.

Massa skemmtilegt djamm í gær. Byrjaði á að kíkja með Gauta á EVE-fanfest. Sá fullt af fyndnum nördum. Finnst gaman að fá að koma með og skoða. Var kynnt fyrir einhverjum gaur sem horfði undarlega á mig. Þá var bætt við að ég væri sko ekki spilari, ég væri kærasta Gauta. Hann hætti þá að vera undarlegur á svipinn og snéri sér annað.

Fórum svo á Gaukinn þar sem hiphopið réði ríkjum. Fíla þá senu. Náði seinasta lagið sem Ragna flutti, kallar sig Cell 7, hún var æði. Næstir voru íslenskir strákar sem voru líka alveg frábærir. Svo gaman að standa og dúast með tónlistinni. Einstakt er líka hvað hiphop áhorfendur og heyrendur taka alltaf mikið þátt í showinu, syngja með og svona. Svo komu BNA gaurar sem spiluðu leiðinlegt hiphop þannig að við fórum.

Á Pravda var High Contrast, breskur plötusnúður, sem spilaði oldschool drum&bass. Þar var sveitt dansstemmning. Við vorum voða pen, chilluðum meðfram veggjunum en soguðumst mjög fljótt út á gólf og urðum jafn geðveik og allir hinir. Maður lifandi hvað það er gaman að dansa við harða tónlist! Man þá tíð er það var normið.

Er að vinna, nei, bíddu...er eiginlega bara í vinnuna...allavega, bíð spennt þar til kl. verður 23:30, þá læsi ég sjoppunni og skunda á Gaukinn. Kíki kannski niður götuna til að sjá hvort röð sé á Juliette & The Licks í Hafnarhúsinu og ef ekki þá væri gaman að tékka á þeim. Annars er frekar fínt lineup á Gauknum, meira hiphop.

2 Comments:

Blogger Halla Maria said...

já það var gaman í kvöld hefði samt viljað komast inn á Nasa!

október 22, 2005 6:25 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Gvöð hvað maður er að missa af miklu vera kominn svona langt áleiðis á lífsgöngustígnum....
No ariwaves, no nothing...
Takk fyrir síðast SK! Næst verður reyktur fiskur í súrkáli. Við undirleik hiphop..gaa (:8)

október 22, 2005 11:18 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home