þriðjudagur, október 18, 2005

Jól í skókassa.

Þessi fyrirsögn greip mig. Verkefni sem felst í því að fá börn jafnt sem fullorðna til að setja nokkra hluti eins og ritföng, vettlinga, sokka, hreinlætisvörur, leikföng og sælgæti í skókassa. Pakka honum svo inní jólapappír. Síðan er þeim útdeilt til þurfandi barna víðsvegar um heiminn.

Hrokinn í mér hló og sagði að fátæka fólkinu vantaði kannski ekki leikföng og sælgæti. Djöfull er fólk heimskt. Það er bara að uppfylla eigin löngun til að gera gott. Þeir sem fá mest útúr þessu eru þeir sem geta gefið, ekki þeir sem fá gefið.

Eða hvað...? Í hvað felst gleði og hamingja? Geturu ekki notið gagnslausa hluti nema að þú hafir alla grunnhlutina? Það er, geturu ekki notið jólana og það sem þeim fylgir nema að eiga nóg af mat, gott húsnæði og hlý föt? Djöfull er ég einföld! Auðvitað er það hægt. Lífið snýst um litlu hlutina, það eru þeir sem gefa manni von.

Ef engin fær jólapakka þá skiptir það engu máli. Ef allir fá jólapakka nema þú, þá er skítt að fá ekki jólapakka.

Held ég setji tannbursta, tannkrem, blýanta, stílabók, vettlinga og húfu og sniðugt leikfang í skókassa. Muni svo eftir að fara með skókassann á réttan stað fyrir réttan tíma.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Mér finnst þetta bara mjög gott hjá þér. Það er alveg rétt að maður situr bara uppí sófa og þusar um hvað þetta sé tilgangslaust. Ágætt að einhver stígi aðeins af sínum háa hesti og geri það sem gera þarf.

Arnar

október 20, 2005 12:54 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home