sunnudagur, mars 12, 2006

Óþægileg óregla!

Einu sinni fannst mér ótrúlega fínt að vaka alla nóttina og sukka frameftir öllu. Í dag finnst mér það ekki.

Ég vil vera komin heim af djamminu ekki mikið seinna en um klukkan þrjú. Ef ég er heima um föstudags- eða laugardagskvöldi þá vil ég vera sofnuð fyrir svipaðan tíma og alls ekki seinna en fjögur.

Hef verið að velta fyrir mér af hverju þessi breyting stafar. Gæti verið að mér finnist fínt að geta nýtt daginn sem kemur svo, að vera ekki of ónýt þá. Aldurinn hefur auðitað eitthvað með þetta að gera, spurning hvert hlutverk hans er. Getur verið að þolið minnki. Þegar þolið minnkar þá lengist tíminn sem fer í að taka afleiðingunum.

Hugsanlegt að fleiri ár gefi af sér meiri reynslu sem svo gefur af sér meiri vit sem svo gefur eitthvað af sér sem má kalla skynsemi. Eða hvað?

Örugglega bara það að það fari meiri tími í að taka afleiðingunum - skynsemin ræður svo hvort maður noti þá vitneskju eða ekki ;)

2 Comments:

Blogger Sóley said...

hehe, rétt er það :)

mars 12, 2006 11:03 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ó shit - við erum orðnar gamlar. Var einmitt aðeins of lengi á fótum á laugardagskvöldið og var að borga fyrir það fram á mánudagskvöld. Gullnu árin eru greinilega búin :)

mars 14, 2006 1:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home