mánudagur, apríl 17, 2006

Eirðalaus börn er eitt það fyndnasta sem ég sé. Bullið sem veltur uppúr þeim og hvernig þau geta hangið utaní allt og alla er alveg ótrúlegt. Sum, eins og litli bróðir minn, söngla sig þá í gegnum allt. Svona söngl sem kemur bara meðan þau eru að dunda eitthvað annað, svona "annarshugar" söngl.

Horfði á litla bróðir minn vera eirðalaus í dag, að söngla og hanga utan í húsgögnin. Allt í einu áttar hann sig á því að það er 17.apríl og kallar niður til pabba "Pabbi, pabbi, það er 17.apríl í dag" - uppúr því byrjaði hann að söngla "það er 17.apríl, það er komin 17.apríl" sem breyttist svo í "hey hó jibbíjei og jibbí og jey það er komin 17.júúúúúní" sem teygðist í "úúúúnited".

Það er nefnilega það :)

7 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég er fullorðinn og eirðarlaus, og finnst það ekkert fyndið...

V

apríl 18, 2006 9:36 f.h.  
Blogger Sóley said...

prófaðu að söngla :)

apríl 18, 2006 7:12 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

veit ekki hvort laglaust söngl myndi vekja mikla lukku á skrifstofunni..

sem vakir

apríl 19, 2006 10:56 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ sæta hvernig gengur í prófunum? Ertu ekki alveg að rústa þessu? Ég ætlaði bara að segja þér að ég er búin að taka þig frá í bjór og fyllerí þegar ég kem heim í þessum mánuði. Síðan er ég líka að fara að vinna á Eskifirði að þú ert velkomin í sveitasælu og sund á egilsstöðum anytime. ;)

maí 06, 2006 1:49 e.h.  
Blogger Sóley said...

hlakka til að fá þig heim sæta og þigg með þökkum heimboð á eskifirði :)

maí 06, 2006 2:58 e.h.  
Blogger Herborg said...

alzheimer anyone??

maí 10, 2006 11:31 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hey, þú! Tónlistarhátíð á Borgarfirði 26. júlí held ég. Emilíana Torrini og Mugison ;)

Kv. Eyrún Hrefna

maí 13, 2006 1:49 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home