mánudagur, september 25, 2006

Einu sinni í viku er verslað inn fyrir sambýlið og í þetta sinn gerði ég það. Var komin í Bónus um tvö leytið og ekki margir á ferli, voða þægilegt. Tók þó strax eftir því að það var ískyggilega mikið að gömlu fólki að ráfa þarna um. Gamalt fólk sem er orðið svona voða hægt í öllum hreyfingum og er leeeeeeengi að gera hlutina. Það var allt að versla inn. Sætt að sjá gamlan skarf vera velja á milli tveggja exotískra djúsa. Gömul hjón að versla. Karlinn "keyrir" kerruna og frúin verslar inn. Öll svo hæg og bogin. Öll líka svo almennileg, nei annars ekki öll. Það er rómantíkin við ellina, að vera skilníngsrík og yndæl. Þeir sem hafa eitthvað umgengist gamlingja vita þó betur, þau eru bara eins og allir aðrir. Jafn misjöfn og þau eru mörg. Amma mín er til dæmis orðin frekar kranky. Einhvertímann hélt hún að hún hefði týnt veskinu sínu. Við sátum á kaffihúsi. Til að róa hana, gamalt fólk getur haft gífurlegar áhyggjur yfir öllu svona, sagði ég að ég hefði séð það í forstofunni heima. "Hva! Hélstu að ég ætlaði að spássera með veskið um forstofuna!?" segir hún um leið og hún horfir á mig eins og ég sé biluð. Amma mín er sem sagt kranky. Þekkti eitt sinn konu sem hataði að heyra útlensku á Íslandinu sínu fagra. Þetta var alveg ljómandi góð kona og oftast syngjandi glöð. En byrjaði alltaf að þusa bæði þegar í tal barst réttindabarátta samkynhneigðra og svo þegar fólk gat ekki talað almennilega íslensku. Allavega. Gamalt fólk verslar að degi til. Now you know.

Í allt annað. Stundum þegar ég er að keyra heim úr vinnunni þá finnst mér gaman að tékka á síðdegisútvarpið. Þetta gerist reyndar æ sjaldnar, come too think of it.. Anyways. Síðast þegar ég gerði þetta þá heyrði ég dagskrárlið þar sem einhver "las yfir okkur pistilinn". Þetta hefur nú oft verið skemmtilegt efni, þ.e. pistlar eru almennt skemmtilegir. Þannig að maður býst við einhverju forvitnilegu. En nei. Einhverjum gaur hefur gersamlega tekist að fokka þessu formi upp. Hann les okkur reiðipistil, voða sniðugt. Reiðipistil um heimsku fólks lesin mjög ergilega, af því að það er svo fyndið að vera ergilegur. Segi nú bara díses. Hems, ætti kannski að finna bara linkinn þannig að þið getið hlustað á þetta drasl og dæmt sjálf. Gaurinn heitir .... nja sleppa því kannski. En hér er linkurinn.

Fór annars að sjá virkilega áhugaverða og skemmtilega heimildamynd sem heitir "Divorce Iranian style". Mæli með henni, bæði fræðandi og entertaining.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

'rtu búin að finna myndina fyrir mig? Vaka

september 26, 2006 12:56 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home