föstudagur, júlí 21, 2006

Er sko ekki dauð - bara endalaust lélegur bloggari þegar ég er ekki í námi, ekkert eins skemmtilegt eins og að blogga um allt í heiminum þegar maður ætti heldur betur að lesa námsefnið sitt, en nú eru þeir dagar liðnir í bili og þess vegna blogga ég voða lítið. Kannksi breytist það.

Er að fara austur á Borgarfjörð þar næstu helgi - hlakki hlakki - eins og mjög svo margir aðrir. Verður eitthvað undarlegt. Hlakka mikið til að koma aftur á "heimaslóðir". Leið svo vel þarna og kynntist mikið af æðislegu fólki og er því mjög spennt. Stórkostleg hugmynd að hafa tónleika með Belle&Sebastian þarna. Heyrði að fólki á svæðinu fyndist mjög svo undarlegt að það hafi bara selst upp. Mér finnst það ekki. Hlakki hlakki :)

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ohhhhhhh,hvað verður æðislegt hjá ykkur. Vildi að ég væri að fara aftur austur, var þar um miðjan júlí. Ég hef aldrei verið sannfærðari um að Austfirðir eru Paradís á jörð. Heyrumst!! (;-)Geðný Panna.

júlí 26, 2006 10:13 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home