Veit ekki hvort það sé aldurinn að færast yfir mig eða hvað en ég tárast yfir öllu þessa dagana.
Fyrir nokkru fór ég á fyrsta fótboltaleikinn minn, bikarúrslitaleik kvenna. Ekki vegna þess að það kviknaði allt í einu áhugi hjá mér heldur af því að ég er í þannig vinnu að ég fæ að fara með á fótboltaleiki annað slagið núna. Allavega. Þegar leikurinn var alveg að fara að byrja þá var blöstuð mjög svo dramatísk tónlist, svona sigur tónlist, og dómararnir löbbuðu fremstir og svo leikmennirnir í hvoru liðinu. Þetta fannst mér svo tilkomu mikið að ég táraðist, eins og ég fylltist stolti við það að sjá kynsystur mínar massa fótboltann. Eða eitthvað þannig.
Hef verið að horfa mikið á Sex and the City undanfarið. Hef reyndar alltaf annað slagið horft mikið á þessa þætti. Mjög góðir. Núna þegar ég horfi á þá þá tárast ég, ég tárast þegar einhver er voða glaður eða hamingjusamur og ég tárast þegar einhver er ekki svo glaður eða hamingjusamur - þ.e. ég tárast sama hvað.
Ég tárast þegar ég segi frá vinnunni minni! Þegar ég segi frá því að það sé brjálað að gera en samt voða gaman og allt það, já, þá tárast ég. Reyni auðvitað að halda coolinu og láta ekkert á bera, svo lengi sem tárin komast ekki niður á kinn þá er allt í góðu. En hvað er það?
Reyndar er eitt sem allt í lagi er að tárast yfir, reyndar er það margt, en eitt sem ég hef tekið alveg í sátt. Að sjá lítil börn hlæja eða vera hamingjusöm, þá tárast ég gleðitárum.
Fyrir nokkru fór ég á fyrsta fótboltaleikinn minn, bikarúrslitaleik kvenna. Ekki vegna þess að það kviknaði allt í einu áhugi hjá mér heldur af því að ég er í þannig vinnu að ég fæ að fara með á fótboltaleiki annað slagið núna. Allavega. Þegar leikurinn var alveg að fara að byrja þá var blöstuð mjög svo dramatísk tónlist, svona sigur tónlist, og dómararnir löbbuðu fremstir og svo leikmennirnir í hvoru liðinu. Þetta fannst mér svo tilkomu mikið að ég táraðist, eins og ég fylltist stolti við það að sjá kynsystur mínar massa fótboltann. Eða eitthvað þannig.
Hef verið að horfa mikið á Sex and the City undanfarið. Hef reyndar alltaf annað slagið horft mikið á þessa þætti. Mjög góðir. Núna þegar ég horfi á þá þá tárast ég, ég tárast þegar einhver er voða glaður eða hamingjusamur og ég tárast þegar einhver er ekki svo glaður eða hamingjusamur - þ.e. ég tárast sama hvað.
Ég tárast þegar ég segi frá vinnunni minni! Þegar ég segi frá því að það sé brjálað að gera en samt voða gaman og allt það, já, þá tárast ég. Reyni auðvitað að halda coolinu og láta ekkert á bera, svo lengi sem tárin komast ekki niður á kinn þá er allt í góðu. En hvað er það?
Reyndar er eitt sem allt í lagi er að tárast yfir, reyndar er það margt, en eitt sem ég hef tekið alveg í sátt. Að sjá lítil börn hlæja eða vera hamingjusöm, þá tárast ég gleðitárum.
5 Comments:
Gömul og meyr...hahaha!
vaka
Ó shit - ég táraðist við að lesa þetta.
haha já ég er þá orðin gömul líka enda tárast ég yfir öllu! Hef alltaf verið viðkvæm týpa en þetta er farið að há mér með hækkandi aldri og tala nú ekki um núna með stækkandi maga;-)
aej musin min. Nu langar mig bara ad knusa tig og knusa.
Eg verd nu samt ad segja tegar Charlotte bad skolotta gaurinn til ad giftast ser.. ta for eg naestum tvi ad grata.. eg allavega leit upp i loftid til ad halda tvi inni. (he.. madur segir nu ekki ollum tetta :))
Æ, krúttiðitt, þú ert í tilfinningarússíbana. Ef þú hefðir upplifað Pinu Bauch ballettinn í Borgarleikhúsinu í gær hefðurðu sko þurft heilan dúk fyrir 12 manna borð! Mér hefði ekki veitt af því, en ég er svo flínk að sjúga uppí nefið. Enda er það alltaf að stækka.
Skrifa ummæli
<< Home