mánudagur, júlí 24, 2006

Fatta ekki af hverju alþjóðasamfélagið gerir ekkert í því að Ísrael er að bomba Líbanon. Fatta enn síður af hverju BNA ræður hvenær á að segja stopp. Það er bókstaflega verið að rústa Líbanon og við bara horfum á eins og þeir eigi þetta skilið. Mætti halda að BNA sé fulltrúi vestræna heimsins. Þeir halda það örugglega. Við virðumst halda það líka.

Ég segi stopp á bombun Ísraels á Líbanon. Fyrir hönd Íslendinga ætti ríkisstjórnin að fordæma árásirnar. Það myndi kannski styggja Bush, hann myndi kannski taka herliðið héðan. Bíddu - hann er búinn að því!

Jæja, sjáum hversu vel gerðir æðstu menn heims eru.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ó já, svo sammála. Hvað er málið? Milljón Líbanir á flótta og Ísraelar mega þetta bara? Mega bara rústa landinu eftir uppbyggingu undanfarinna ára og enginn gerir neitt. Ef ég væri íbúi í Miðausturlöndum myndi ég hata Vesturlandabúa.

júlí 25, 2006 1:00 e.h.  
Blogger Brynhildur said...

Ég er kannski búin að vera aðeins of lengi í Bandaríkjunum, en ég verð að segja að ég skil stöðu Ísrael afskaplega vel. Ég skil af hverju þeir réðust upphaflega á Hisbollah, og styð þá ástæðu, og ég skil (realpólitískt séð) af hverju þeir þurfa að halda þessu áfram. En þetta er auðvitað hið versta mál.

Og hey! Ég er að koma til Íslands núna á laugardagin! :D

ágúst 03, 2006 2:12 e.h.  
Blogger Sóley said...

Jeps, þú ert búin að vera aðeins of lengi í Bandaríkjunum - vona ég !!

ágúst 14, 2006 7:37 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home