þriðjudagur, júní 13, 2006

Jæja þá. Nenni ekki að vera í lálaunastarfi lengur. Er minnt á það einu sinni í mánuði að engin efnislegur gróði er af starfi mínu og öllum er sama. Er það þess vegna sem það er lálaunastarf? Eða er það vegna þess að meirihluti starfsliðsins er konur? Held það sé það síðarnefnda. Svo langt á leið komin þessi jafnréttisbarátta. Kannski sitt af hvoru.

Ég ætti að vera í hærri launuðu starfi með meiri ábyrgð nú þegar ég er komin með þessa gráðu þarna. Er það ekki? Get svo sem verið áfram í núverandi starfi, ef launin myndu hækka þá myndi ég gera það. En þau hækka ekki.

Hugmyndasnauða ég veit ekki um hvaða starf ég á að sækja, ekki einu sinni hvers konar starf ég ætti að sækjast eftir. Allar hugmyndir vel þegnar.

Over and out

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

ég veit um eitt hrikalega skemmtilegt starf sem þú getur fengið undireins, mín kæra...

yohir

júní 15, 2006 3:44 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Mæli með geðdeildarjobbi, það er hrikalega skemmtilegt og interessant! Grunnlaunin ekkert há, en með vaktaálagi og aukavöktum gerir þetta alveg OK.
Love, geðný panna

júní 20, 2006 10:39 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Heyrðu, í allra, allra fyrsta skipti tókst mér að koma inn kommenti... og ég skal segja þér seinna í hverju gallinn fólst...
gaa-gaa

júní 20, 2006 10:40 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home