miðvikudagur, júní 22, 2005

aha!

Haha, ég vissi það. Þegar ég er í Reykjavík þá æfi ég karate, einum þjálfaranum finnst mjög gaman að láta okkur gera viðbjóðslegar teygjuæfingar. Ég hata hann þegar hann lætur okkur gera þær og mig langar alltaf að fara að gráta bara. Hef nefnilega aldrei fílað þessa "no pain, no gain" pælingu. Svo var ég að vafra um vefinn í leit að þjálfunar upplýsingum og fann þetta á thjalfun.is:

“No pain, no gain” er gömul goðsögn, æfingar eiga jú að vera erfiðar og maður á að taka á því en þegar þú ferð að finna fyrir sársauka er það líkaminn að aðvara þig um að eitthvað sé að fara að bresta. Ef þú finnur fyrir sársauka er álagið annað hvort of mikið eða þú ert að gera æfinguna vitlaust. Ef þetta er raunin, alls ekki halda áfram. Annað hvort minnkaðu álagið eða leitaðu álits einkaþjálfara um hvort þú sért að gera æfinguna vitlaust.

Þetta hélt ég nefnilega ;)

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Plan til að klekkja á karateþjálfaranum illa:

1. Byrjaðu á fullu í jóga.
2. Skrópaðu hjá illmenninu í ca. 4 vikur á meðan þú liðkar þig í jóga á hverjum degi.
3. Mættu aftur, liðugri en klámstjarna og segðu honum að þú fáir ekkert út úr þessum æfingum hans og hvort hann geti ekki bent þér á einhverjar æfingar sem gera kröfur til þín.

Niðurstaða: Andlegur umskurður á karateþjálfara.

P.S. Stundum kemur það mér á óvart hve sikk ég get verið.

júní 22, 2005 4:17 e.h.  
Blogger Sóley said...

HAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHA ;)

júní 22, 2005 11:11 e.h.  
Blogger Herborg said...

HAHAHAHAHAHA ;) ég elska það líka að hafa rétt fyrir mér...er það ekki þannig bara með alla???taktu hann á planinu :)bwhahahah

júní 23, 2005 1:59 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home