Sveitardjamm - jíha!!!
Var að koma úr ótrúlega fínu helgarfrí frá Eskifirði. Pabbi vinkonu minnar býr þar og tók á móti okkur með steikur, sauna og fullt af áfengi - ja, og allri ástinni sem hann hafði að gefa. Rúllaði í bæinn á föstudaginn og bjóst við að pabbi hennar væri svona lítill kringlóttur kall og byggi í svona venjulegu stein húsi og það yrði kannski soldið þraungt um okkur því fjölskylda konunnar hans var líka að koma. Boy was I wrong!!! Hann er stór og mikill maður og býr í risa húsi og þegar ég kom þá var hann á fullu að elda steikur handa öllum þeim 11 manns sem saman voru komin. Það var svo vel tekið á móti mér, og öllum gestunum, að mér leið bara eins og ein af fjölskyldunni. Borðuðum allavega ótrúlega góðan mat - ekki djók sko, við fjölskyldan vorum dugleg að fara út að borða þegar við vorum í Köben um daginn og ég pantaði mér oft steik og fannst bara allt í lagi - en steikin sem ég fékk hjá pabba vinkonu minnar var sú besta sem ég hef fengið í lengri tíma, klæjar bara í munninum við tilhugsunina.
Svo fórum við krakkarnir til vinar þeirra, sem er by the way, vinur bróðir míns líka - þetta land er svo yndislega lítið. Partýið var mjög undarlegt, eða þannig, margir sátu í kringum græjurnar og hlustuðu á Panthera og Megadeath. Svo kom það besta, skemmtistaðurinn í bænum heitir Toppurinn, hahahaha, ég hélt ég myndi deyja úr kátínu. "Er stefnan tekin á Toppinn?", "Hey, hittumst á Toppinn". Fannst þetta stórkostlegt. Undarlegt nokk þá var engin sem var að sjá djókinn, allavega var ekki hlegið mikið með mér, frekar bara "Já, við förum svo þanngað".
Laugardagurinn var jafn æðislegur, send í sauna og náð í okkur þegar maturinn var til. Enn og aftur var boðið uppá frábæran mat. Maðurinn er þvílíkur höfðingi og virðist hafa unnun af því að stjana við ástvini sína. Og ég rosa heppin að þekkja dóttir hans.
Svo var haldið á ballið, sem var aðaldótið þar sem Sjómannadagurinn var á sunnudeginum og allir í landi. Það var stútt fullt af fullu fólki og Sálin að spila. Þegar þeir byrjuðu á laginu "Hvar er draumurinn" þá rifjuðust upp æskuminningar um þegar ég dýrkaði þetta lag og Sálina. Mér fannst sko Stebbi vera málið þegar ég var, að mig minnir, ellefu ára gömul stúlka í Svíþjóð að kynnast íslenskri tónlist.
Þannig að ég stóð bara dáleidd og glápti á Stebba allt ballið, eða öllu heldur fyrir hlé. Svo fór ég heim. Sko Stebbi er með massa takta á sviðinu, kastar mikirofónin reglulega á milli handanna og snýr sér í hringi - hann hefur þetta ennþá ;)
Eitt sem ég tók eftir á þessu frábæra balli er að allir, já bókstalega allir, voru öskrandi drukknir. Það fyrsta sem gerðist þegar ég kom inn var að einhver missti heilann bjór utan í mig og þetta markaði restina af kvöldinu. Allir sullandi á alla og öllum svo sama, eða kannski að maður tók bara ekki eftir þessu.
Svo rúsínan í pylsuendanum, kallinn bara farinn á sjóinn og verður vonandi sem lengst - veiiiiiii :)
Jæja, góðar stundir að sinni.
Svo fórum við krakkarnir til vinar þeirra, sem er by the way, vinur bróðir míns líka - þetta land er svo yndislega lítið. Partýið var mjög undarlegt, eða þannig, margir sátu í kringum græjurnar og hlustuðu á Panthera og Megadeath. Svo kom það besta, skemmtistaðurinn í bænum heitir Toppurinn, hahahaha, ég hélt ég myndi deyja úr kátínu. "Er stefnan tekin á Toppinn?", "Hey, hittumst á Toppinn". Fannst þetta stórkostlegt. Undarlegt nokk þá var engin sem var að sjá djókinn, allavega var ekki hlegið mikið með mér, frekar bara "Já, við förum svo þanngað".
Laugardagurinn var jafn æðislegur, send í sauna og náð í okkur þegar maturinn var til. Enn og aftur var boðið uppá frábæran mat. Maðurinn er þvílíkur höfðingi og virðist hafa unnun af því að stjana við ástvini sína. Og ég rosa heppin að þekkja dóttir hans.
Svo var haldið á ballið, sem var aðaldótið þar sem Sjómannadagurinn var á sunnudeginum og allir í landi. Það var stútt fullt af fullu fólki og Sálin að spila. Þegar þeir byrjuðu á laginu "Hvar er draumurinn" þá rifjuðust upp æskuminningar um þegar ég dýrkaði þetta lag og Sálina. Mér fannst sko Stebbi vera málið þegar ég var, að mig minnir, ellefu ára gömul stúlka í Svíþjóð að kynnast íslenskri tónlist.
Þannig að ég stóð bara dáleidd og glápti á Stebba allt ballið, eða öllu heldur fyrir hlé. Svo fór ég heim. Sko Stebbi er með massa takta á sviðinu, kastar mikirofónin reglulega á milli handanna og snýr sér í hringi - hann hefur þetta ennþá ;)
Eitt sem ég tók eftir á þessu frábæra balli er að allir, já bókstalega allir, voru öskrandi drukknir. Það fyrsta sem gerðist þegar ég kom inn var að einhver missti heilann bjór utan í mig og þetta markaði restina af kvöldinu. Allir sullandi á alla og öllum svo sama, eða kannski að maður tók bara ekki eftir þessu.
Svo rúsínan í pylsuendanum, kallinn bara farinn á sjóinn og verður vonandi sem lengst - veiiiiiii :)
Jæja, góðar stundir að sinni.
4 Comments:
Þú ert greinilega bara að missa þig þarna í sveitalífinu, öfunda þig af sálarballinu, hef aldrei farið á ball með þeim en langar mikið til þess því ég dáði þá og dýrkaði á svipuðum tíma og þú!
Brjálað...mig langar að vera einhversstaðar uppi í sveit núna ;/
heheheh!!! Gott að þú skemmtir þér í sveitinni. Fyndið að hugsa til þess að þú sért þarna en ekki ég!! Talaði við mömmu í gær og hún sagði mér að skila til þín að þú ert ávallt velkomin aftur ef þig langar til að komast frá Borgafirði yfir helgi eða svo:)
Hlakka geðveikt til að fá ykkur Selmu út.... knús og kremj frá Köben:)
Hey beib - ætlarðu að draga okkur systkinin á djamm næstu helgi? Gæti orðið áhugavert.
Hlakka til að sjá þig.
Skrifa ummæli
<< Home