mánudagur, júní 20, 2005

Geymsla kjöts

Er eðlilegt að geyma afgangs kjöt (s.s. eldað) bara á disk inní skáp með öllu hinu leirtauinu?

Ég nefnilega hélt að maður ætti að setja eitthvað yfir það og svo inní ísskáp....kallinn er ekki sammála.

Allavega, sagði að mér væri svo sem sama ekki væri ég að fara að borða þetta kjöt. Þá fer hann að röfla um að ég hafi nú sagt að ég borðaði allt nema þorramat. Jájá segi ég en ég hef nú ekki vanist þessari meðferð á mat og finnst þetta bjóða syklunum heim og ég vill nú ekki deila mínum mat með þeim. En það skiptir ekki máli, hann má nú alveg hafa sinn háttinn á, ef það virkar fyrir hann þá er það fínt.

Þá fer hann að röfla um að það sé nú hreinlegra að setja í uppþvottavél en að vaska upp í höndunum! Ha? Er hreinlegra að setja í uppþvottavél og láta óhreina diska og annað vera þar í viku áður en vélin er sett í gang? Maður verður að vera með uppþvottavél til að fá veitingaleyfi. Frábært, like I care. Ja...þá geturu allavega gengið frá eftir þér. Leirtauið sem liggur við vaskinn og þornar? Já. Alveg sjálfsagt.

Úff! Hann er erfiður og í samspili við mig verður þetta ennþá erfiðara ;)

Hlakka mikið til og tel niður dagana þar til ég kem í bæinn og svo til Köben - jíha!!
Ekki það, ég er farin að kunna mjög vel við mig hérna. Allir eru voðalega vinalegir og ég er farin að kunna að meta fjöllin og reyni að fara einu sinni á dag í smá göngu. Þannig að ég kem hingað aftur þegar að ég kem heim frá Köben, var nefnilega ekki alveg viss til að byrja með u see.

Þar til síðar, adíos :)

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Mér finnst hann nú bara að vera að gera hálfgerðan þorramat úr þessu með því að skilja þetta eftir úti!
Annars hefur mér verið hugsað til þín nokkuð oft undanfarna daga, er með hóp af 15 ára hálfvitum í vinnu og engan til að röfla í!

júní 20, 2005 10:58 e.h.  
Blogger Sóley said...

Höm...góður punktur þarna.
Já, varð einmitt hugsað til unglingavinnunnar í dag þar sem ég lá útí beði í regngallanum ;)

júní 20, 2005 11:48 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Öshh.. diktúrur, hvergi annars staðar en hjá afskekktum borgfirðingi eystra, ha!

Við hlökkum til komu þinnar til sveittu köben :D !!

júní 21, 2005 6:14 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home