miðvikudagur, júní 08, 2005

Íþróttakonan

Fór í göngu sem átti þó að vera skokk. Hef samt ekki alveg úthald í að hlaupa neitt rosalega langt. En ofsalega er gott að hreyfa sig. Á meðan ég var að hlaupa (labba) þá var ég að semja bloggið þar sem ég monta af því að hafa afrekað 9km hlaup (labb), en í miðri samningu hringdu túristar og spurðu um gistingu þannig að ég þurfti því miður að snúa aftur heim og komst bara hálfa leið.

Er farin að líka rosalega vel við mig, allir massa nice og segja alltaf "Þú mátt alveg kíkja í kaffi einhvertímann", jájá, endilega segi ég. Svo þegar ég er búin að vinna þá kem ég heim og netast aðeins, sjónvarpssukka, borða og les og svo fer ég að sofa. Ekkert rosalega spennt að kíkja í kaffi til fullorðnar konur (það er eina fólkið sem vorkennir mér nógu mikið til að gefa sér á tal við mig). Ætti samt kannski að gera það bara uppá goodwill pælinguna og kynnist þeim þá kannski eitthvað.

Vei og vei! Vinkona mín og bróðir hennar ætla að kíkja í heimsókn næstu helgi - sem er bara ekki á morgun heldur hinn!!! Tíminn er alltaf fljótur að líða virðist vera.

Sé alveg fyrir mér að allt í einu sé komin 20.ágúst og sumarið að verða búið og ég gerði ekkert af því sem ég ætlaði mér - better get cracking ;)

Kveð að sinni, sátt við mitt :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home