Ógnvaldurinn mikli
Úff, þetta er ekki mjög cool. Kría réðst að mér í dag og ég varð bara massa hrædd. Er sko mesta skræfa í heiminum, er hrædd við öll dýr sem eru ekki lítil og sæt. Þannig að ég er búin að vera að afla mér upplýsinga um hegðun kríunar, eins og ef ég lem eina kríu munu þá allar hinar hörfa eða bara hefna hinnar? Úff og úff, í öllum uppfletti bókum er bara talað um varpstaði og að krían er sá fulg sem flýgur mest. Hvergi kemur fram hvort að vont sé að fá gogg í hausinn eða hvort allar ráðast á mann ef maður slær í eina eða hvort þær séu bara að ógna manni eða hvað. Já, það er nokkuð ljóst að ég er skíthrædd við kríuna. Þetta er náttúrulega bara sorglegt, einn lítill fugl er að koma í veg fyrir að ég fari á ákveðið svæði.
Ef einhver býr að einhverjum gagnlegum upplýsingum um hegðun kríunar endilega látið mig vita - svona "know your enemie" pælingin.
Reyndar eru þær bara á svæði sem ég á ekki leið um nema að ég sé að fara á fuglahólmann og ég get alveg keyrt þangað ef ég þarf að fara þangað, þannig að ég kemst svo sem um.
Ef einhver býr að einhverjum gagnlegum upplýsingum um hegðun kríunar endilega látið mig vita - svona "know your enemie" pælingin.
Reyndar eru þær bara á svæði sem ég á ekki leið um nema að ég sé að fara á fuglahólmann og ég get alveg keyrt þangað ef ég þarf að fara þangað, þannig að ég kemst svo sem um.
5 Comments:
Ég held að besta reglan sé bara að halda sig frá varpsvæðum og ef þú þarft að fara í gegn þá setja úlpuna fyrir ofan haus og hlaupa:)
Þær eru ekki svona aggressívar nema stuttan tíma á ári.... Góða lukku!!!!
Sölvi ætlar að kaupa miðana fyrir okkur á Hróarskeldu í dag:)
Gott að heyra að þetta muni líða hjá innan tíðar.
Ég hélt að hann væri búin að kaupa miðana, en hvað með það - bara að þeir kaupist :)
Krían leggur til atlögu ef hún finnur ógnun og goggar í mann ef það hentar henni. Helv. pest. En þú getur verið með pott á hausnum á svæðunum þar sem hún er. Oh ég þoli ekki kríur.
Miðarnir komnir í hús:)
Men!
Ég hef verið gogguð í hausinn af kríu - það er hellað vont!
Skrifa ummæli
<< Home