mánudagur, júní 13, 2005

Þetta helst...

Keypti mér skó fyrir þar seinustu helgi, þeir voru ódýrari en hinir. Fór svo eftir helgina og keypti hina. Fór svo núna um helgina og fékk að skipta þeim í minna númer. Núna er ég að spá hvern ég þekki sem ég geti selt of litlu skóna mína. Já, ég er klikkuð!!!

Lína og Bjössi heimsóttu mig um helgina og það var massa gaman :)

Finnst ótrúlega fínt þegar kallinn (sem ég vinn hjá og bý hjá líka) er á sjó, eða hvar sem hann er bara þegar hann er ekki heima. Ekki það að hann sé eitthvað slæmur, mér finnst bara svo frábært að vera minn eigin herra. Þá geri ég það sem þarf að gera og aðeins meira til og verðlauna mig svo.
Þetta er nú samt soldið undarleg hegðun hjá mér, ef einhver skipar mér fyrir þá verð ég pirruð og nenni ekki að gera dótið, ef hins vegar mér finnst ég vera að ákveða hvað á að gera þá geri ég það aðeins of vel, t.d. ef það á að skrapa málinguna af hurðina þá vill ég bæta við glugganum líka - ef hins vegar mér er sagt að bæta líka við glugganum þá finnst mér það skítt. Nokkuð ljóst að ég verð að vera minn eigin atvinnuveitandi til þess að ég verði ánægð í starfi. Fínt að vera með bara svona verkefni sem þarf að klára og svo gerir maður það bara.

Var rosa dugleg alla vikuna og verðlaunaði mér með því að kíkja á Egilstaði í sund og svo að heimsækja frændfólk mitt sem var í útileigu í Hallormsstaðaskógi. Svo rúllaði ég aftur í Borgarfjörðin þar sem Lína og Bjössi voru komin.

Shit! Kom svo massív þoka þegar ég var að keyra heim, þannig að ég sá bara næstu vegstiku sem var á undan mér. Mér finnst nú þegar óþægilegt að keyra þessa leið, ómalbikaður fjallavegur, þannig að ég var með í magann alla leiðina. Ósjálfrátt hallaði ég mér fram þannig að ég var með andlitið alveg uppvið rúðuna. Minnti mig á afa minn sem keyrði alltaf með innsogið á og fór aldrei hærra en í þriðja gír - hehe.

Allavega, þá borðuðum við góðan grillmat sem þau komu með og drukkum svo ótæpilega. Svo fannst þeim góð hugmynd að kíkja á ball í félagsheimilið, ég var ekki alveg sannfærð þar sem ég á eftir að vera hér restin af sumrinu og borgarhrokinn alveg til staðar. Reyndist þó verið prýðis hugmynd.
Komum inn í félagsheimilið og þá voru u.þ.b. átta manns þar og svo Tríó Eyþórs (þeir voru nú samt fjórir...). Kom í ljós að þetta var brúðkaupsveisla og maður sem er héðan var að giftast konu úr bænum og öllum hefði verið boðið. Auglýst hafði verið á rafmagnsstaur. Vandræðalega fáir og þá upplifði ég þessa félagslega ábyrgð. Við þurftum að losa okkur við borgarhrokann og taka bara þátt. Þannig að við byrjuðum bara að dansa og það var fínt. Enduðum svo kvöldið þar á línudans - sem mér fannst við standa okkur mjög vel í.

Tókum svo bara túristadag á sunnudaginn sem var frábært.

Tíminn er svo fljótur að líða, áður en maður veit af er hann útrunninn. Það eru þrjár vikur síðan ég kom hingað og mér finnst ég ennþá bara nýkomin. Svo eru bara tvær vikur þar til ég fer í frí til Köben, já tíminn flýgur. Vonandi heldur hann áfram að fljúga svona - er farin að hlakka mikið til að hitta Sölva og Perlu og drekka bjór og chilla og vera í fríi. Valdi frekar góða tímasetningu til að kíkja út, því akkúrat þegar ég er úti þá er jazzfestival í Köben og allt morandi í tónlist allstaðar.
Ætlaði upphaflega ekki að fara á Hróa en fyrst maður er þarna á þessum tíma þá er alveg eins gott að fara ;) Og mér til mikillar gleði þá eru Brett Anderson og Bernard Butler að spila. Hafði ekki hugmynd um að þeir væru búnir að stofna band saman, The Tears. Hlakka mikið til að heyra í þeim. Skil þetta samt ekki alveg því ég hélt alltaf að Bernard Butler hafði hætt í Suede því honum og Brett Anderson hefði komið svo illa saman. Ég vona að þetta sé ekki bara gert fyrir peningana. Eins og þegar SexPistols komu aftur saman og það floppaði feitt. Voru bara grýttir af stóra sviðinu á Hróa, mjög vandræðalegt.
Bandalistinn á Hróa er ekkert sérstaklega merkilegur þetta árið, það eru ekki nema 5-6 bönd sem ég ætla pottþétt að sjá og er Tears það eina sem ég er virkilega spennt fyrir. Ja....auðvitað mjög spennt fyrir Sonic Youth.

Kallinn kemur heim á morgun og það er kalt úti. Held ég geri ekkert í dag nema bara hangsa í tölvuna og hafa það náðugt :)

Nýji Snoop diskurinn er frekar slappur.....verður samt gaman að sjá hann á tónleika.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Vei!

Takk mest fyrir okkur - ótrúlega gaman að koma.

Knús,

júní 13, 2005 11:37 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home