föstudagur, júní 24, 2005

Hégóminn

Merkilegt hvað það er mikið að gerast hér fyrir austan. Mánudaginn seinasta hitti ég nokkra stráka sem ég kannast við úr borginni í sundlaugina á Egilstöðum. Alltaf fyndið að hitta fólk sem maður kannast bara við í sundi, maður er eitthvað svo kjánalegur svona klæðalaus. Allavega, þá eru þeir í vinnubúðir hér fyrir austan að semja tónlist og spiluðu svo afraksturinn í gær á Seyðisfjörð. Það voru bara reykjvískar listaspírur þar. Held að það hafi ekki verið neinn heimamaður, en þó voru nokkrir túristar. Mjög gaman, bara eins og að vera í víkinni. Endaði á djamminu með strákunum þegar þeir voru búnir að flytja mjög svo framúrstefnulega tóndagskrá. Leyfði mér svo
að dissa tónlist þeirra, bara eins og ekkert væri sjálfsagðara. Þeir tóku gagnrýninni mjög vel og ég hélt langa ræðu um ástæður þess að þess konar tónlist höfðaði ekki til mín. Fattaði svo í morgun að mér er slétt sama, það eina sem fékk mig til að hafa svona mikla skoðun á þessu máli var að það var verði að taka mig upp á cameru. Bla!

Er að fara í miðnæturgöngu í kvöld, uppí fjall með leiðsögumanni :)

3 Comments:

Blogger Herborg said...

Hahahahahaha....já sniðugt...alltaf gaman ;)Hvaða hljómsveit var þetta??

júní 24, 2005 11:51 e.h.  
Blogger Sóley said...

Þetta voru nokkrir gaurar sem voru að flytja tónverk hvers annars.... og svo voru nokkrir meðlimir hljómsveitarinnar Nicks Nolte sem spiluðu þar á eftir og voru mjög svo skemmtilegir :D

júní 25, 2005 3:38 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Eins gott að þetta voru tónlistarmenn - myndlistarmenn nebblega væla stöðugt og eiga aldrei pening...

júní 28, 2005 5:17 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home