laugardagur, júní 25, 2005

Nýjar forsendur

Er að nálgast kallinn útfrá nýjar forsendur. Þá á ég auðvitað við útfrá nýjar upplýsingar sem voru að berast í hús rétt í þessu. Fer ekkert frekar útí það, hann er allavega mjög sérstakur maður.

Horfðum saman á "Heimur farfuglana" sem sýnd var um daginn á RÚV. Hann er mikill fulgaáhuga maður þannig að ég sá að það væri gott move að taka upp þessa mynd og að við gætum hugsanlega bondað yfir henni. Hann var sáttur og ég líka, þetta er auðvitað frábær mynd. Held samt að hann sé með athyglisbrest á háu stigi, var alltaf að standa upp eða fikta í lyklunum sínum og dót. Allavega, eftir myndina tók hann mig í bíltúr og sýndi mér einhverja önd sem er hér ein - steggur þ.e.a.s. Held hann heiti blikönd eða eitthvað þannig. Og sýndi mér líka fleiri endur, eða allavega fugla. Ég er ekki alveg að fatta þetta en reyni.

Gangan var frábær, með fólki sem þekkir svæðið út og inn. Reyndar var þetta alveg pínu erfitt á köflum (bara einum reyndar) en ég var svo heppin að ein 11 ára gömul stúlka var með í för og var hún því aftast með einni heimakonu - múhahahah.
Svo var bara kíkt í Fjarðarborg (félagsheimilið) og þar var fólk að drekka bjór og vera fullt því það var barkvöld. Ég fór að fordæmi heimamanna og drakk líka bjór, það var gaman.

Á legsteini mínum á að standa: Hér hvílir vel látin kona

Góðar stundir að sinni :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home