Það er þetta mál með æðri mátt. Það að maður trúi því að til sé æðri máttur þýðir ekki að maður geti fyrnt sig allri ábyrgð á gjörðum sínum. Hver og einn ber auðvitað ábyrgð á eigin gjörðum.
Ég ímynda mér að minn æðri máttur passi uppá mig og sé með plan fyrir mig. Það er auðvitað undir sjálfri mér komið hvort ég treysti honum fyrir mér eða ekki. Ef ég ákveð að treysta mínum æðri mætti þá er ég laus við að hafa áhyggjur af öllu því sem gæti hugsanlega gerst og get einbeitt mér að því að gera mitt besta í dag.
Ekki svo flókið.
Ég ímynda mér að minn æðri máttur passi uppá mig og sé með plan fyrir mig. Það er auðvitað undir sjálfri mér komið hvort ég treysti honum fyrir mér eða ekki. Ef ég ákveð að treysta mínum æðri mætti þá er ég laus við að hafa áhyggjur af öllu því sem gæti hugsanlega gerst og get einbeitt mér að því að gera mitt besta í dag.
Ekki svo flókið.
2 Comments:
var að lesa blogg hjá stelpu sem ég þekki og þar var hún að tala um að það væri ekki neinn æðri máttur og ef maður tryði því þá væri alveg eins gott að sitja bara heima og bíða eftir að hlutirnir gerðust.....
...eða að maður ræður örlögum sínum sjálfur og ef maður gerir ekki neitt, gerist ekki neitt.
Skrifa ummæli
<< Home