miðvikudagur, nóvember 02, 2005

Var að finna kasettu sem er síðan 1985. Þá var ég 7 ára og Sölvi 5 ára. Við bjuggum í Svíþjóð og á þeim tíma var pósturinn með kasettur sem kölluðust "ljóðakasettur". Mömmu og pabba fannst þetta greinilega frábær hugmynd og létu mig og Sölva syngja og röfla inná eina slíka til ömmur okkar og afa á Íslandi. Lögin sem við syngjum af mikilli gleði og innlifun eru meðal annars "I just called to say I love you", "Sweethome Chicago", "Ein ég sit og sauma", "Jólasveinar ganga um gólf" og fleiri jólalög. Já, þetta var sent heim fyrir jólin.

Mamma hljómar alveg eins og ég. Ég og Sölvi hljómum eins og litlir gríslingar. Teygjum ótæpilega á orðunum. Ég fæ meiri pláss þar sem ég virðist nýta mér að kunna að lesa og dunda mér við það án þess að vera feimin. Sölvi bíður þolinmóður á meðan. Svo nenni ég ekki að lesa og fer að syngja um Jesú á sænsku, Sölvi fær að taka pínu þátt.
"Nú fær Sölvi að tala" tilkynni ég. Svo þorir hann því ekki, en svo heyrirst hvísl og þá þorir hann því.

Já, það sannast enn einu sinni að litlir krakkar eru æði!

8 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Kannast við svona segulbandsjólakort úr minni æsku! - mjög fyndið..

nóvember 02, 2005 2:48 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

he he já við systkinin eigum líka svona segulbandsminningar, sem er frábært!!

nóvember 02, 2005 3:15 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

omg! þú verður ólétt eftir korter.

...en kannast við þetta reyndar. mamma lét mig lesa jólasögu og spila bjart er yfir betlehem á blokkflautu sem var svo tekið upp á video og sýnt í kapalkerfi ólafsfjarðar.

nóvember 02, 2005 5:21 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

LOL - mig grunar að HÞ hafi rétt fyrir sér :)

Verð að fá að heyra þessa kassettu hjá þér við tækifæri.

nóvember 03, 2005 8:53 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hahaa ég sé sölva alveg fyrir mér....má ég tala núna...öö afsakið að ég skuli vera til!!! litli sæti....
ég og stóri bróðir gerðum svona söngatriði líka, reyndar var það á svona old-school vídjókameru og við sungum lag með Queen!
jibbbýkóla ég er að koma í bæinn á morgun...hlakka til að hitta alla aftur:D

nóvember 04, 2005 11:32 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Fyndnast í heimi.

-gauti

nóvember 04, 2005 11:44 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Haha, eigum líka svona heima hjá okkur. Alltof gaman að hlusta á þetta. :)

nóvember 05, 2005 3:41 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Æj, gleymdi að segja til nafns. Allavega - Kveðja - Eyrún Hrefna ;)

nóvember 05, 2005 3:42 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home