mánudagur, maí 29, 2006

Ókei....var í alvöru raunhæfur möguleiki að sjálfstæðismenn myndu mynda meirihluta með frjálslyndum! Er nú ekkert sérstaklega vel að mér í pólitík en það kom mér ekki ægilega á óvart að ekkert hafi orðið af því. Það kom mér heldur ekki sérstaklega á óvart að sjálfstæðismenn mynduðu meirihluta með framsókn. Gat það farið öðruvísi?

Leiðist að ræða pólitík. Held að ég hafi ekki vit á henni...OMG! HVERSU LÉLEG ER TORO AUGLÝSINGIN UM ASÍSKA RÉTTI!!! (er að horfa á sjónvarpið)...allavega, leiðist að rífast og að láta aðra sannfæra mig um að sín...HAHAHAHAHAHA, KONA SEM ER EINS OG KALL Í GERVI KONU MEÐ GERVIVARIR...já, allavega, að sínar skoðanir og hugmyndir séu réttar eða sannfæra aðra um að mínar skoðanir séu réttar eða hvað. Hef bara aldrei skilið af hverju allir eru ekki sammála því að það eigi að passa uppá hagsmuni þeirra sem minni mega sín, að það eigi að gera fólki kleift að koma undir sér fótunum óháð hvaðan það kemur, að vinna þurfi betur að jafnrétti kynjanna sem og jafnrétti allra, að félagslega kerfið eigi að vera fyrir alla og eigi að veita almennilega þjónustu, að aldraðir eigi rétt á mannsæmandi ellilíferyrir, að veikt fólk þurfi ekki að gista á göngum sjúkrahúsanna, að við eigum að markaðsetja landið okkar sem náttúruperlu og útivistarparadís, að við ættum að virkja og nýta hugvitið og síðast en ekki síst að ókeypis sé í strætó - já, ég bara skil ekki afhverju allir eru ekki sammála þessu. Hvernig á maður að vera ósammála þessu? Sé það bara ekki.

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Sko...

Af hverju á að vera ókeypis í strætó, frekar en að einhver önnur þjónusta sé ókeypis?

Af hverju eigum við að markaðssetja landið okkar sem útivistarperlu og náttúruparadís? Kannski "græðum" við meira á að virkja það til helv... og standa í þungaiðnaði?

Hvað er mannsæmandi ellilífeyrir og hvað þýðir það að félagslega kerfið sé fyrir alla?

maí 30, 2006 9:57 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

virkja,virkja, virkja,...

olíujarðfræðingurinn

maí 31, 2006 9:05 f.h.  
Blogger Sóley said...

það á að vera ókeypis í strætó til að draga úr notkun einkabílsins, minnka umferðarþungann og mengunina sem verður af öllum þeim einkabílum sem eru í umferðinni. Auk þess hefðu þá allir tækifæri til að komast ferða sinna, þ.e. sem það geta vegna heilsufars.

eru virkjanir eina lausnin? eða er það auðveldasta lausnin? ef virkjanir eru málið, af hverju er þá ekki staðið almennilega að framkvæmd þess og í samráði við fagfólk, þ.e.a.s. hvað varðar umhverfismat t.d.? eru virkjanir framtíðarlausnir eða skyndilausnir sem kalla á fleiri lausnir þegar á líður? hvað erum við að "græða"?

landið okkar er náttúruperla og útivistarparadís - það ætti að kynna það fyrir þeim sem ekki það vita og benda á þá möguleika sem eru fyrir hendi. t.d. gæti draumur ungs austfirðings verið að ganga landið þvert og endilangt um leið og hann leiðsegir einhverjum útlendingum - frekar en að draumur þessa unga austfirðings sé að verða verkstjóri í álverinu. þá má spyrja sig af hverju ætti að vera meiri gefandi að vera t.d. leiðsögumaður en að vera verkstjóri í álververinu - læt ykkur um að svara því.

þegar þú átt nóg fyrir afborgun/leigu á húsnæði þínu, getur verslað í matinn allann mánuðinn, borgað fyrir þau lyf sem þú gætir þyrft á að halda (nema félagslega kerfið batni til muna)og veitt þér þann munað að gefa barnabörnunum afmælisgjöf án þess að borða hreint skyr (það er ódýrast) allan mánuðinn þá ertu með mannsæmandi ellilífeyrir.

að félagslega kerfið sé fyrir alla þýðir að allir hafi greiðan aðgang að allri heilbrigðisþjónustu og að ekki sé hægt að borga aukalega fyrir betri eða greiðari þjónustu. til dæmis er staðan sú varðandi dagvistunarheimili fyrir alsæmersveika að skjólstæðingar eru ekki að hætta vegna þess að þeir hafa vistunarpláss á hjúkrunarheimili eða annað sambærilegt, heldur vegna þess að þeir hafa ekki efni á að borga þann 20-30.000 kall aukalega sem rukkaður er vegna þess að heimilinn standa ekki undir reksturinn, þ.e. daggjöldin sem reiknuð eru nægja ekki til reksturs heimilanna.

fleira?

maí 31, 2006 6:31 e.h.  
Blogger bjarney said...

Kasta hér inn kveðju! Var að ráfa um netheima og datt hér inn - flott síða! Vi ses

júní 02, 2006 3:30 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Amen systir.

júní 04, 2006 11:35 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home