OMG hvað ég er spennt! Ætla að cancla öllum mínum plönum og mæta á alla dagskráliðina.
"Hið Íslenska Gofélag og Japanska Sendiráðið bjóða til tveggja daga kynningar á hinni ævafornu skák Go
Go er mörg þúsund ára gömul skák, upprunnin í Kína, tefld milli tveggja manna sem skiptast á að leggja niður svarta eða hvíta steina. Markmið skákarinnar er að ná að loka af stærra svæði en andstæðingurinn, ýmist með því að girða svæðin beinlínis af eða með því að handsama steina andstæðingsins. Go er auðlært en hefur þó fengið orð á sig fyrir að vera flókið. Er þar sjálfsagt um að kenna því hve margir möguleikar eru á mismunandi leikjum í Go. Raunar eru þeir svo margir að tölvuforrit og gervigreindarnet eiga í mestu erfiðleikum með að tefla betur en tómir byrjendur. Mannshugurinn á mun auðveldara með að henda reiður á leiknum enda milljónir manna - utan Asíu og innan - sem tefla Go í dag.
Hið Íslenska Gofélag í samstarfi við Japanska sendiráðið mun föstudaginn 29. og laugardaginn 30. september standa fyrir kynningu á Go. Þá mun Hideki Enda, japanskur atvinnumaður í Go, halda fyrirlestra og sjá um kennslu. Hideki Enda kemur frá Japönsku Gosamtökunum, Nihon Ki-in, og hefur náð 9. Dan, sem er hæsta gráða sem atvinnumönnum er veitt í Go. Það er því von á fræðandi fyrirlestrum og ljóst að enginn áhugamaður um Go ætti að láta sig vanta á kynninguna.
Dagskrá
Föstudagurinn 29. september
16:00 - Stofa 131 í Öskju, Náttúrufræðahúsi HÍ.
Fyrirlestur Hideki Enda 9p: Kynning á Go og lífi atvinnumanna í Go.
Laugardagurinn 30. september
13:00 - Salur Japanska Sendiráðsins, Laugarvegi 182, 6. hæð.
Fyrirlestur og taflkennsla fyrir byrjendur. Hideki Enda mun kynna
nokkur grundvallaratriði og tefla fjöltefli.
15:00 - Salur Japanska Sendiráðsins, Laugarvegi 182, 6. hæð.
Fyrirlestur og taflkennsla fyrir lengra komna. Hideki Enda ræðir
ýmis atriði í Go sem oft vefjast fyrir fólki, svarar spurningum og
teflir fjöltefli.
Frekari upplýsingar um Go má finna á heimasíðu Hins Íslenska Gofélags: http://www.igo.is"
Hlakka til að sjá ykkur!
"Hið Íslenska Gofélag og Japanska Sendiráðið bjóða til tveggja daga kynningar á hinni ævafornu skák Go
Go er mörg þúsund ára gömul skák, upprunnin í Kína, tefld milli tveggja manna sem skiptast á að leggja niður svarta eða hvíta steina. Markmið skákarinnar er að ná að loka af stærra svæði en andstæðingurinn, ýmist með því að girða svæðin beinlínis af eða með því að handsama steina andstæðingsins. Go er auðlært en hefur þó fengið orð á sig fyrir að vera flókið. Er þar sjálfsagt um að kenna því hve margir möguleikar eru á mismunandi leikjum í Go. Raunar eru þeir svo margir að tölvuforrit og gervigreindarnet eiga í mestu erfiðleikum með að tefla betur en tómir byrjendur. Mannshugurinn á mun auðveldara með að henda reiður á leiknum enda milljónir manna - utan Asíu og innan - sem tefla Go í dag.
Hið Íslenska Gofélag í samstarfi við Japanska sendiráðið mun föstudaginn 29. og laugardaginn 30. september standa fyrir kynningu á Go. Þá mun Hideki Enda, japanskur atvinnumaður í Go, halda fyrirlestra og sjá um kennslu. Hideki Enda kemur frá Japönsku Gosamtökunum, Nihon Ki-in, og hefur náð 9. Dan, sem er hæsta gráða sem atvinnumönnum er veitt í Go. Það er því von á fræðandi fyrirlestrum og ljóst að enginn áhugamaður um Go ætti að láta sig vanta á kynninguna.
Dagskrá
Föstudagurinn 29. september
16:00 - Stofa 131 í Öskju, Náttúrufræðahúsi HÍ.
Fyrirlestur Hideki Enda 9p: Kynning á Go og lífi atvinnumanna í Go.
Laugardagurinn 30. september
13:00 - Salur Japanska Sendiráðsins, Laugarvegi 182, 6. hæð.
Fyrirlestur og taflkennsla fyrir byrjendur. Hideki Enda mun kynna
nokkur grundvallaratriði og tefla fjöltefli.
15:00 - Salur Japanska Sendiráðsins, Laugarvegi 182, 6. hæð.
Fyrirlestur og taflkennsla fyrir lengra komna. Hideki Enda ræðir
ýmis atriði í Go sem oft vefjast fyrir fólki, svarar spurningum og
teflir fjöltefli.
Frekari upplýsingar um Go má finna á heimasíðu Hins Íslenska Gofélags: http://www.igo.is"
Hlakka til að sjá ykkur!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home