mánudagur, október 09, 2006

Helgin liðin og vikan að byrja. Tíminn er svooooo fljótur að líða.

Þessi helgi var sérlega skemmtileg. Var að vinna á sambýlinu á laugardaginn og þar sem var fullmannað var farið í Kolaportið. Öllum fannst voða gaman. Sumir meikuðu ekki mannfjöldann og tók ég því að mér að guida viðkomandi um fisk og kartöflumarkaðinn þar sem minna var um fólk. Ótrúlegt hvað hægt er að gera fisk spennandi. Um kvöldið var svo slegið upp Singstar-partý. Dó næstum úr hlátri þegar einn sýndi stórkostlega takta við mikrafóninn.

Eftir vaktina dreif ég mig á djammið. Thomas Bangalter úr Daft Punk þeytti skífum á Nasa. Ég smitaðist af danstónlistar bakteríunni síðast þegar ég fór til Írlands og var ég því voða spennt að sjá kallinn. Um leið og ég kom inn á Nasa fann ég hvernig losnaði um þörfina sem byggst hefur upp undanfarið, þörfin fyrir að dansa, dansa við eitthvað brjálað. Shit! Trúi því varla enn hvað hann er ótrúlegur plötusnúður. Hafði ekki einu sinni tíma til að ná mér í bjór á barnum, slík var hvötin til að dansa.
Dansaði frameftir og endaði svo á Sirkus, gerist víst stundum.

Byrjaði svo sunnudaginn á því að kíkja í badminton með Vöku konu. Voða hressandi að skella sér í smá rækt þegar maður er búin að misbjóða líkamanum kvöldið áður. Svitni svitni. Dólaði mér svo bara restin af deginum. Góður sunnudagur.

Framundan er eitthvað. Eitthvað eitthvað eitthvað. Gerist örugglega eitthvað ótrúlegt og svo eitthvað ennþá ótrúlegri. Já, svo spennandi er líf mitt.

Over and out!

1 Comments:

Blogger Halla Maria said...

vá ég hlakka til að heyra meira um þetta spennandi líf. :-) Hlakka til að hitta þig!!

október 09, 2006 1:58 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home