sunnudagur, október 31, 2004

í kvöld

já, í kvöld var ferðinni haldið á grandrokk þar sem var verið að sýna heimildamyndir um blúsinn. Við höfum dálítin áhuga á slíku. Ég, brósinn og gnauton fórum saman á þennan viðburð, létt í lundu töltum við á barinn. Þegar inn var komið var ferðinni strax beint á, jú einmitt, barinn. Þar voru fullt af fastakúnum, við kunnum ágætlega við fastakúnna því þeir eru eins og heima hjá sér, og hvar líður manni betur en heima hjá sér. Einn, greininlega fastakúnni, gerir sig þó erindi við mig þar sem ég stend og bíð eftir að barþjónninn taki eftir mér og sinni mér. "Ertu að koma úr Beikidal?" Nei, segi ég og ætla mér ekki að eiga frekari samskipti við þennan mann. "Já, eru þar mikið af hrútarberjum?" spyr maðurinn aftur. Nei, segi ég og er að endurtaka svar mitt við fyrri spurninguna, ég hef nú ekki komið í Beikidal þannig að ég veit ekki hvað er þar og hvað þá hvar þessi staður er. "Ha?" segir maðurinn aftur, "Ég hef ekki komið á Beikidal og þú skalt nú hlusta eftir svari þegar þú spyrð spurningu" - já, mér fannst ég bara nokkuð góð. Maðurinn hætti að skipta sér að mér í eitt augnablik og vissi ekki alveg hvað ætti að koma næst. En hann fann eitthvað til að segja: "Þú berð með þér greindarþokka". Já - það þarf ekki nema að svara þessu liði og þá er maður bara orðin greindur og ber það með sér. Svona eru barir borgarinnar á sunnudagskvöldi.
Býð góðar stundir að sinni :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home