fimmtudagur, apríl 07, 2005

Þetta helst...

jæja, þá nenni ég að blogga pons - eitthvað svo tilgangslaust að blogga þegar maður hefur ekkert að segja.

Ætla að skrá mig í Samfylkinguna og kjósa Ingibjörgu sem formann.
Mér finnst þetta þó dálítið svindl þar sem ég vill ekki vera á skrá hjá neinum flokki og ætla bara að skrá mig í og svo úr. Hef þó haft dálitlar áhyggjur af því að það verði svo eitthvað flókið að skrá mig úr flokkinn, en þegar ég bar það saman við áhyggjurnar af því að Össur yrði næsti formaður þá urðu þær áhyggjur smávægilegar. Jams og já, er ekki alveg að kaupa það að einhverjum finnist í alvörunni að Össur hafi staðið sig vel sem formaður og ætti að vera þar áfram. Hallast frekar að því að það séu orð þeirra sem vilja knésetja Samfylkinguna og ekki hleypa Ingibjörgu að. Össur er alger kjáni, hann hefur séð algerlega einn um að draga úr allan þann trúverðugleika sem hann hafði einhvertímann...samt örugglega fínn kall, bara ekki sem formaður maður!

Hem, er að lesa bók sem fjallar um trúarstefið í Peanuts. Gaur sem ber eftirnafnið Short skrifar hana og dregur fram hvernig smáfólkið predikar boðskap kristninnar, ekki með áróðri heldur í einskonar gátum og þannig sé best að koma boðskapnum á framfæri til þeirra sem efast. Held pælingin sé þá að ekki sé hægt að troða boðskap inná "sterka" einstaklinga. Það er best að setja pælingarnar fram kóðaðar og svo þegar að "sterki" einstaklingurinn crackar kóðann þá verður hann svo ánægður að hann er til í að samþykja pælinguna og þá boðskapinn og mission complete.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Jeijei, er búin að kíkja alltaf öðru hvoru inn í von og óvon um að þú hafir bloggað....vertu velkomin aftur.
Hvernig gengur að vera flutt?

Sif

apríl 07, 2005 8:26 e.h.  
Blogger Sóley said...

Takk fyrir það. Lífið hér í kjallaranum er mjög ljúft. Baðker, sjónvarpið og skjár einn og svo kemur kisi stundum í heimsókn. Very nice : )

apríl 09, 2005 1:07 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

HAHA...
þetta er það nákvæmlega sama og amma mín sagði. Fussandi og sveiandi bað hún mig að skutla sér svo hún gæti látið skrá sig í samfylkinguna og kosið Ingibjörgu. Össur skössur hrópaði hún!!!
ahh þessi elska :D

apríl 11, 2005 11:50 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home