þriðjudagur, desember 07, 2004

Obsessive/Compulsive Disorder

Jahjarna! Annar afreksdagur liðin. 2 af 3 fannst Hárið skemmtileg
sýning, það meikar alveg sense miðað við aðsóknina.

En útí aðra sálma, var að lesa um áráttu/þráhyggju röskunina (OCD)
í dag. Fólk sem þjáist af þessari röskun finnur til svo rosalegrar
ábyrgðar að það finnst að ef það hugsar eitthvað þá jafngildir það
að gera það. Ef slíkur einstaklingur er að keyra þjóðveginn og
hugsar svo allt í einu með sér "Ætli ég hafi keyrt á einhvern og
hann liggur núna slasaður?" þá eru fyrstu viðbrögð auðvitað
eðlileg viðbrögð - að hann hefði nú fundið fyrir því ef svo væri.
En af því að hann hugsaði þetta, hugsar hann með sér, þá hlýtur
eitthvað að vera til í því. Áður en hann veit af er hann farin að
ímynda sér greyið manneskjuna sem liggur núna slösuð á
þjóðveginum og hann bar ábyrgð á því! Hann finnur mjög
fljótlega fyrir kvíða og getur ekki hætt að hugsa um þetta, þennan
hræðilega atburð - og hann ber ábyrgð á þessu. Hann veit að þetta
er fáránlegt, auðvitað finnuru fyrir því ef að manneskja lendir
framan á bílinn þinn, hugsar hann með sér. En hvað ef... "Ég meina,
af hverju myndi ég hugsa þetta ef það væri bara ímyndun?".
Hann veit hvernig þetta mun enda, hann mun tékka á því, hann
kemst ekki hjá því. Eina lausnin við þessum kvíða - sem er alveg
að fara með hann - hann veit það alveg. Hann gefst upp og snýr við,
hann verður að fara að tékka á þessu, annars mun samviskubitið fara
með hann. Hann bara getur ekki hætt að hugsa um þetta, sama
hvað hann reynir. Hann keyrir leiðina tilbaka og fylgist með á veginum,
ekkert að sjá. Þvílíkur léttir.....en kannski að það hafi verið fyrr.
Hann keyrir aðeins lengur en sér ekkert á veginum, ekkert sem bendir
til þess að hér hafi verið slys fyrir um 20 mínútum. Hann snýr aftur
við og heldur för sinni áfram. Aftur sér hann fyrir slaða einstaklinginn,
liggjandi aleinn á miðjum þjóðveginum, vegna hans. Kvíðinn segir
strax til sín, hann verður að tékka aftur, í þetta sinn betur - bara til
að vera alveg viss.

Úff! Svona er sko líf summra sem þjást af OCD. Jæja, svona gengur þetta
kannski í 30-50 mínútur og að því lokknu getur hann haldið för sinni áfram.

Hummm.... hvað finnst ykkur um að hafa þetta svona fyrir miðju - er það eitthvað óþægilegt?

Vá, hvað það er góð tónlist núna á Skonrokk - ahhhyeah
"hit me u can't hurt me,
suck my kiss,
kiss me pleas don't hurt me,
stick with this,
is she talking dirty...",
Chillipepers snillingar :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home