laugardagur, desember 04, 2004

Hárið hvað!

Fjölskyldan fór saman á hárið í kvöld.
Litli bróðirinn, sem er 8ára, var svo
spenntur að öll fjölskyldan fór saman.
Ég hef aldrei verið mikið fyrir
söngleiki þannig að ég bjóst ekki
við miklu og varð því ekki fyrir
vonbrigðum. Djöfulsins drasl!
Kynlíf og klám var aðaluppistaðan.
Hvað er cool við fólk sem er á móti
stríði, reykir hass og betlar klínk?
Mér finnst þetta ekki neinum málstaði
til framdráttar. Ekki skilja það sem
svo að ég sé fylgjandi stríði, síður en
svo, en ímyndin sem verið er að
koma á framfæri í Hárinu er einstaklega
þunn - eða nei, hún er bara neikvæð.
Allir eiga að vera að elska alla, en ekki
skilyrðislaust virðist vera boðskapur
söngleiksins. Allt fullt af "hippum" sem
nota mikið dóp og stunda hópsex og þykjast
vera rosa "líberal". Svo kemur gaur og
vill þjóna landi sínu og skrá sig í herinn og
þá er þeim illa við hann.
Ég sá skemmtilega auglýsingu frá
Narcotics Anonymus: "Ef þú vilt
nota eiturlyf þá er það þitt mál, en
ef þú vilt hætta því þá getum við
hjálpað þér".

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

hvaða hvaða, þú misstir alveg af tilgangnum. Það er ekki að spá í boðskap verksins, hann þekkjum við fyrir, enda hárið samið fyrir löngu löngu síðan.

Það sem mér fannst svo skemmtilegt var að hlusta á lögin, og horfa á sýninguna, því þetta er algjör sýning. Það var það sem ég fílaði allavegana. Skemmti mér konunglega fyrir utan mjög vandræðalegt augnablik þegar það kom lagið "Saurlífi" og gaurinn var að "totta" hinn gaurinn og ég sat við hliðina á áttræðri ömmu minni....er of mikil tempra til að höndla það ;)

desember 05, 2004 10:00 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hvaða hvaða "séra" Sóley;)

- mér finnst ekkert að boðskapnum í hárinu! En er hann bara pínulítið barn sins tíma og ekki víst að hann skili sínu á "Íslandi 2004"!

- hef líka séð hárið og fannst þetta fín sýning;)

desember 05, 2004 10:05 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home