mánudagur, nóvember 29, 2004

allt er þetta hugrænt

Svaf rosalega lengi í dag, vaknaði ekki fyrr en rétt fyrir klukkan eitt og grumpaðist pínu yfir því að vera svona mikill sluggsi. Helti uppá kaffi og ákvað að ég liti nú alveg það vel út að ég þyfti ekki að fara í sturtu, þar sparaðist tími þannig að ég sat aðeins lengur með kaffi mitt og sígarettuna - spjallaði smá á msn og leiðrétti lýgi við við vin minn - hehe.
Já, í gær þá fórum við Jesús í msn stríð þar sem við dissuðum hvort annað rosa mikið og ég breytti display name-ið mitt í "Jesús er komin útúr skápnum", svo urðum við vinir og allt gleymdist - lalala. Svo fór ég aftur inná msn í nótt og var ekkert að spá í nafninu sem ég displayaði, fyrr en sameiginlegur vinur okkar Jesús, Óski, setti upp stórt spurningarmerki og spurði mig hvort að það væri rétt, "hvað sé rétt?" spurði ég og hann benti mér á að ég væri að auglýsa að Jesús væri hommi - "hehe, já" segi ég - hann bara komin útúr skápnum og hefur aldrei liðið betur, "neihei!" svaraði Óski. Ég bara stóðst ekki mátið og sagði honum frá því að Jesús væri rosalega hamingjusamur og komin með kærasta og allir rosa happy - Óski fór að sjá þetta: "Jú auðvitað vissi maður það svo sem, vá en frábærar fréttir" þannig að þið sjáið hvernig þetta var of fyndið til að gera þetta ekki. Anyways þá leiðrétti ég þetta ekki og hitti svo Jesús á msn í morgun - hann sagði mér að Óski hafi verið að spyrja hann hvort að hann væri hommi og með gaur sem væri í lögfræði - skildi ekkert í þessu.... HAHAHAHAHA, þá var komið að því að leiðrétta þetta og bara happy ending. Óska fannst þetta reyndar ekki eins fyndið og mér - Jesús ætlar að launa mér lambið gráa, hvað sem það nú þýðir.

Allavega, það sem ég ætlaði að skrifa um var að það er svo fyndið hvernig allt sem maður gerir og hvernig manni líður stjórnast af manni sjálfum - þarna uppi í litla heilabúið okkar. Sat í tíma áðan og kennarinn að fara yfir hvað kæmi á prófið og svoleiðis og allt í einu leið mér bara eins og ég væri nú alveg í þokkalega góðum málum og að þetta myndi bara reddast - ég er sko ekki búin að lesa nema einn kafla af 12 í bókina, þannig að kannski að ég sé veruleikafyrrt, en það skiptir ekki máli - núna mun ég nálgast þetta með jákvæðu hugarfari og vera nokkuð örugg með mig, svo smitar þetta á allt, sá mig í speglinum og hugsaði með mér "rosalega er ég sæt í dag" - já, lífið er frábært, njótið þess með mér :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home