afrek dagsins
jæja, þá er mín bara mætt uppá hlöðuna og klukkan er sko bara 9:17. Var soldið lengi að koma mér í gang í morgun en sofnaði þó ekki aftur. Velti fyrir mér það sem hausinn á mér var að reyna að sannfæra mig um - að ég hefði sofnað svo seint og best væri að sofa aðeins lengur. Reis svo á fætur og settist á tjalddýnuna mína og hugleiddi, og viti menn það virkaði. Ég er komin hingað og bara nokkuð sátt. Las nefnilega um daginn frásögn konu um hvernig hún nennti aldrei framúr rúminu sínu og hún hefði tekið uppá það ráð að prófa að hugleiða sig inní jákvætt viðhorf til dagsins sem væri framundan. Svo einn daginn vaknaði hún með jákvætt viðhorf til dagsins sem var framundan - stefni þanngað ;)
Ekki það að ég vakni með neikvætt viðhorf til hvers dags, nei, frekar að ég er ekki alveg að sjá hverju það munar að fara á fætur snemma og fara bara á fætur þegar maður vaknar útsofin svona þegar ég er að láta vekjaraklukkuna mína vekja mig, en svo þegar mér tekst þetta þá er ég alltaf mjög ánægð og sé alveg hversu mikil snilld það er að byrja daginn snemma.
Jæja, nóg um þetta. Ég var nú ekki að vakna til að sitja og blogga um það hversu frábært væri að sjá heiminn á þessum tíma dags - komin til að læra.
Megi dagurinn í dag verð ykkur öllum til mikillar gæfu, með Mættinum í liði :)
Ekki það að ég vakni með neikvætt viðhorf til hvers dags, nei, frekar að ég er ekki alveg að sjá hverju það munar að fara á fætur snemma og fara bara á fætur þegar maður vaknar útsofin svona þegar ég er að láta vekjaraklukkuna mína vekja mig, en svo þegar mér tekst þetta þá er ég alltaf mjög ánægð og sé alveg hversu mikil snilld það er að byrja daginn snemma.
Jæja, nóg um þetta. Ég var nú ekki að vakna til að sitja og blogga um það hversu frábært væri að sjá heiminn á þessum tíma dags - komin til að læra.
Megi dagurinn í dag verð ykkur öllum til mikillar gæfu, með Mættinum í liði :)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home