....og hvað svo?
Jæja, nú eru prófin búin og búin að henda frá mér seinasta verkefni annarinnar... og hvað nú?
Vaknaði í morgun og áttaði mig á því að í dag væri fyrsti dagurinn í langan tíma þar sem ég hef engum skyldum að gegna, svo ljúft. En um leið var ég ekki alveg að átta mig á hvað ég ætti þá að gera. Virðist virka betur þegar ég á að vera að gera eitthvað allt annað en það sem ég er að gera, en ef ég þarf ekkert að gera þá hef ég ekkert að gera - já maður er soldið undarlegur. Held nú samt ekki að ég sé neitt frábrugðin öðrum að þessu leytinu til, lang flestir virðast eiga við þetta vandamál að stríða. Hver kannast ekki við að finnast allt í einu bráðnauðsynlegt að taka allt í gegn heima hjá sér í miðjum prófalestri? Jams og já, þannig er nú það....
Þannig að í dag chillaði ég bara, ekkert ósvipað og þegar ég var í prófalestrinum, nema núna lá ekkert annað á. Svo fór ég á Kjarvalstaði þar sem útskriftasýning nema úr LHÍ er í fullum gangi. Ég þoli ekki rangar eða villandi upplýsingar - er ótrúlega anal með svona hluti. Tékkaði á opnunartímanum á netinu og jújú, heppin ég, opið til kl.18 á miðvikudögum. Ekkert stress á minni og loksins þegar mér hentaði þá kíkti ég á sýninguna, um hálffimm leytið. Svo bara kl.17 kemur kona til mín og biður mig um að fara þar sem verið sé að loka safninu! Arg!!! Afhverju er þetta svona...glatað.
Ekki fyrir svo löngu sá ég auglýsingu frá 66gráðurnorður þar sem auglýst var massaflott peysa. Ég henti öllu frá mér og brunaði í næstu 66gráðunorður búð til þess eins að fá að heyra að þetta væri sumarvara sem ekki væri komin í búðirnar ennþá. Hvað er málið með þetta!?! Taka það kannski fram einhverstaðar að varan sé ókomin! Fucking villandi upplýsingar útum allt....arg....örk....andvarp...jæja þá... ég kaupi hana bara þegar hún kemur í búðirnar.
Vaknaði í morgun og áttaði mig á því að í dag væri fyrsti dagurinn í langan tíma þar sem ég hef engum skyldum að gegna, svo ljúft. En um leið var ég ekki alveg að átta mig á hvað ég ætti þá að gera. Virðist virka betur þegar ég á að vera að gera eitthvað allt annað en það sem ég er að gera, en ef ég þarf ekkert að gera þá hef ég ekkert að gera - já maður er soldið undarlegur. Held nú samt ekki að ég sé neitt frábrugðin öðrum að þessu leytinu til, lang flestir virðast eiga við þetta vandamál að stríða. Hver kannast ekki við að finnast allt í einu bráðnauðsynlegt að taka allt í gegn heima hjá sér í miðjum prófalestri? Jams og já, þannig er nú það....
Þannig að í dag chillaði ég bara, ekkert ósvipað og þegar ég var í prófalestrinum, nema núna lá ekkert annað á. Svo fór ég á Kjarvalstaði þar sem útskriftasýning nema úr LHÍ er í fullum gangi. Ég þoli ekki rangar eða villandi upplýsingar - er ótrúlega anal með svona hluti. Tékkaði á opnunartímanum á netinu og jújú, heppin ég, opið til kl.18 á miðvikudögum. Ekkert stress á minni og loksins þegar mér hentaði þá kíkti ég á sýninguna, um hálffimm leytið. Svo bara kl.17 kemur kona til mín og biður mig um að fara þar sem verið sé að loka safninu! Arg!!! Afhverju er þetta svona...glatað.
Ekki fyrir svo löngu sá ég auglýsingu frá 66gráðurnorður þar sem auglýst var massaflott peysa. Ég henti öllu frá mér og brunaði í næstu 66gráðunorður búð til þess eins að fá að heyra að þetta væri sumarvara sem ekki væri komin í búðirnar ennþá. Hvað er málið með þetta!?! Taka það kannski fram einhverstaðar að varan sé ókomin! Fucking villandi upplýsingar útum allt....arg....örk....andvarp...jæja þá... ég kaupi hana bara þegar hún kemur í búðirnar.
1 Comments:
Sammála algjörlega óþolandi,
í raun er þetta ólöglegt. Samkvæmt lögum má maður ekki auglýsa hluti sem maður á ekki til sölu þ.e. ef þú ert smásali. já bara kæra í lögguna uppræta svona, opnunatími er líka vara (þjónustuvara;) má kæra það líka og 66 .. have fun !
Bryndís (bara ekki kæra mig ok)
Skrifa ummæli
<< Home