fimmtudagur, maí 05, 2005

Personuleikakenningar

Aðeins að tjá mig um persónuleikakenningar,
þ.e. kenningar um persónuleika. Er til eitthvað sem
er persónuleiki og ef svo er, hvað er hann?

Þetta er eiginlega mjög undarlegt, sko öll
fræði um persónuleika byggjast á fáránlegri
aðferð - já! Einhver gaur tók sig til og safnaði
öllum lýsingarorðunum úr ensku Oxford orðabókinni
og svo hefur þetta verið flokkað fram og tilbaka.
Annar gaur flokkaði þau svo niður í nógu mörg orð til
að hægt væri að setja þau inní einhverja formúlu,
af því hann hafið ekki tækin til að flokka fleiri
(fyrir tíð reiknivélar).

Svo voru aðrir gaurar sem spurðu stúdenta (unglinga)
hvort þeir skildu öll lýsingarorðin, og hentu svo þeim
út sem unglingarnir skildu ekki!
Þannig að orðin sem notuð eru á persónuleikapróf
eru orð sem unglingar nota og skilja. En nú er það
staðreyn að sumir unglingar eru bara heimskir, hafa
ekki þroska og eru bara útá túni. Vita þeir hvernig
nota á t.d. orðið sjálfhverfur? Varla að ég viti það sjálf!

Kenningar um persónuleika fela í sér að í tungumálinu
séu að finna upplýsingar um allar mikilvægar, áhugaverðar
og nytsamlegar hliðar persónuleikans. Persónuleikann er því
að finna í tungumálinu.
Greining á orðum yfir líkamsparta færir okkur enga
trausta vitneskju um líffærafræði, afhverju ætti svo
að vera um persónuleikann?

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Athyglisvert aðferðafræði.. hehehe!!!! Alltaf gaman að læra eitthvað sem manni finnst algjörlega tilgangslaust.

Hlakka til að sjá þig skvísa... Tortois á Vega 17. maí:)

maí 09, 2005 9:19 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

já hey.. ég hef nefnilega oft notað þetta orð.. að vera sjálfhverfur... væri gaman að fá nákvæma útlistun á því!!

maí 10, 2005 2:27 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home