föstudagur, apríl 29, 2005

Engin profkviði

Er að fara í próf á morgun í skynjunarsálfræði og er bara ekki neitt stressuð, held það sé merki um að ég hafi ekki hugmynd um hvað ég kann lítið. Hallast þó að því að við erum ekki með sérstakt andlitsskynjunarkerfi, þ.e. ákveðið svæði í heilanum virkjast þegar við sjáum andlit sem snýr rétt, en þar sem sama svæði virkjast þegar fuglasérfræðingar sjá fugl og þekkja hann (Nei, blessaður Mási. Hvert er ferðinni heitið þetta árið?) þá er mun líklegra að þetta sé bara "sérfræði" svæði. Og hér með hef ég komið frá mér um það bil allt sem ég kann í skynjunarsálfræði - vona að ég muni það á morgun ;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home