fimmtudagur, júní 02, 2005

Hvers virði er maður?

Var einmitt að hugsa um fólk sem kemur úr BA námi og ræður sig í góða vinnu og fær fín laun. Nú er ég rosalega duglegur starfskraftur en mér dettur ekkert betur í hug til að vinna við nema bara í þjónustustörfum - þar er ég rosa góð. Datt í hug að næsta sumar gæti ég hugsað mér að vinna á leikskóla. Á leikskóla fær maður 120þúsund krónur í laun fyrir 8 tíma vinnudag....eða á geðdeild, þar er eitthvað svipað...finnst þetta ekki mjög há laun. Jam, ég lít í kringum mig og vinir mínir eru að ráða sig í vinnur þar sem þau eru að stjórna eða skapa eða allavega þá skiptir vinna þeirr miklu máli og launin eru nokkrir hundraðþúsundkallar. Mig virðist vanta þennan drifkraft, eða kannski frekar bara að sjá mig fyrir mig í einhverri ábyrgðarstöðu, í einhverju nýju. Einnig er ég ekki alveg að sjá fyrir mig að ég geti verðlagt sjálfa mig, eða öllu heldur starfið sem ég sinni, uppá nokkra hundrað þúsundkalla - myndi finnast ég alltaf þurfa vera að vinna.

Anyways, er að ræða við kallinn um að ég sé ekki að fara að þrífa eftir hann!!!

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

jú vó...við erum öll alls virði!!

en ábyrgðarstöðu fylgja ekki alltaf góð laun...því meður!! ég rétt drullast yfir 100 þús kallinn á mánuði fyrir mína vinnu....en mitt er valið!! og stefni ég á þjónustvinnu í sumar:)

júní 03, 2005 11:53 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

já og eitt enn...þú mátt henda selmu út af blogginu mínu...ég er löngu búin að reka hana sem bloggfélaga :)

júní 03, 2005 11:53 f.h.  
Blogger Herborg said...

shit...ekki hugmynd...þú ert alla veganna komin eitthvað lengra í þessum pælingum en ég...sem er smart múv ;9 l8ter

júní 04, 2005 5:26 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hún er tricky þessi spurning um að verðleggja sjálfan sig...

Eg hef ekki hugmynd um hvað er sanngjarnt, en 120.000 á mánuði er bara lélegur brandari.

Niðurstaða mín er sú að það er ekkert sem heitir sanngjarnt heldur bara hvað er borgað í bransanum og svo getan til að semja. Frekar leim - en samt staðreynd.

júní 04, 2005 9:18 e.h.  
Blogger Sóley said...

greinilega eitthvað sem engin veit alveg svarið við og líklegast hljómar mest sense sem Lína sagði: getan til að semja.

og já, endilega kíkja í bjór Skotta :)

júní 06, 2005 3:52 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home