miðvikudagur, júní 01, 2005

Örk !!!

Úff, er að gera heiðarlega tilraun til að leita mér að skóla til að fara í framhaldsnám til. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég reyni þetta og mér sýnist þetta ætla að fara eins og það fer alltaf - ég gefst upp! Mér finnst þetta bara alltof flókið. Getur maður ekki bara farið eitthvert og einhver getur sagt manni þetta allt? Mér finnst þetta alltaf vera það sama allstaðar, "við erum góður skóli með góða kennara og okkur langar í þig". Kei, en hvað með inntökuskilyrði og kostnað og annað slíkt?! Úff, úff og úff.

Annars langar mig rosalega mikið að snoða mig. Ofsalega þægilegt að vera ekki með hár. En mér er loksins að takast að safna síðu hári síðan ég snoðaði mig seinast sem var fyrir 10 eða 11 árum síðan. Er alltof mikið að þóknast öðrum í rauninni. Ef ég réði þessu algerlega þá væri ég snoðuð núna. En ég tek eftir því að því betur sem maður lítur út því betra viðmót fær maður frá öðrum. Ég var stuttklippt mjög lengi og fílaði það alveg. Svo núna eftir að hárið síkkaði, og ég fell þá betur inní stelpu-staðalmyndina, þá finn ég sko fyrir því að ég fæ betra viðmót frá fólki. Já, hljómar kannski undarlega að hugsa svona. En ég bý í samfélagi manna og þar eru ákveðnar reglur og ef maður fylgir þeim þá verður þetta allt miklu auðveldara. Ekki það að lífið sé neitt erfitt, allavega ekki fyrir okkur fallega fólkið ;)

Búin að hlakka mikið til að sjá heimildarmynd um fólk sem velur skírlífi sem verður sýnd á stöð eitt núna eftir 10 mín. Höm, eða kannski að maður segi ríkissjónvarpinu?
Jæja, best að kíkja á þessa mynd.

Góðar stundir að sinni :)

3 Comments:

Blogger Sif said...

mér finnst þú frábær, með sítt hár eða snoðuð. Og ég elska fólk sem ögrar okkur félgagslega bældu teprunum!!!!


Og ekki fara til úglanda í skóla, þá munum við sakna þín..en ef þú þarft að fara, farðu þá eitthvað flott, og vertu í stóru húsnæði með svefnsófa svo þú getir tekið á móti okkur í heimsókn!!

júní 02, 2005 1:07 e.h.  
Blogger Herborg said...

Sammála síðasta ræðumanni...gæti verið hentugt líka að snoða sig ef þú ætlar að gera "sleppa hárþvætti" tilraunina :)

júní 02, 2005 1:32 e.h.  
Blogger Sóley said...

einmitt! allir vita hvað maður er að tala um þá :)

júní 02, 2005 9:03 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home