föstudagur, nóvember 11, 2005

Eitt sem mér finnst óendanlega fyndið að gera er að stara á fólk. Sérstaklega finnst mér fyndið þegar það segir eitthvað og maður svarar með þögn og undarlegum svip, þá byrjar fólk að tala ennþá meir, eins og til að redda sér útúr einhverju sem það heldur að það sé komið í, og svo heldur það áfram og áfram og er eiginlega að grafa sig í einhverja holu.

Það að ég þegi og stari bara á það þýðir ekki endilega að ég sé að dæma það - kannski hef ég bara ekkert að segja.

Kom gaur upp að mér og Kalla áðan sem byrjaði að tjá sig um stefnu Stúdentablaðsins, hvað hann var ánægður með hana. Ég var ekki alveg viss hvaða gaur þetta var og Kalli gaf ekkert til kynna að hann þekkti hann eitthvað þannig að staðan var sú að ég hélt að þetta væri bara einhver gaur sem hafði fundið hjá sér þörf til að tjá sig um þetta mál og byggist kannski ekki við neinum viðbrögðum. Þannig að ég horfði bara á hann. Þá byrjar hann auðvitað að tala meir og svo meir og svo meir, þar til ég sprakk úr hlátri. Kom svo í ljós að hann er í kórnum með Kalla.

Svo gaman að fokka aðeins í fólki ;)

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Mér myndi finnast þetta miklu fyndnara ef ég félli ekki alltaf fyrir þessu sjálfur hjá þér.

Eða þú veist, ég meina að það gerist stundum að ég falli fyrir þessu. Eða svona, ekki falli beint, heldur missi mig út í útskýringu. Eða svona, já. Fari í naflaskoðun sem þarf ekkert endilega. Hafi of mörg orð um hlutina. Sé bara byrjaður að babla út í loftið. Um ekkert, kannski.

Æi, þegiðu.

nóvember 11, 2005 2:38 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hehehe, þetta var reyndar nokkuð nett hjá þér, áhugaverð tækni

nóvember 11, 2005 2:43 e.h.  
Blogger Halla Maria said...

hahaha ég held ég geri þetta alltaf þegar þú notar Sóleyjuna á mig

nóvember 11, 2005 6:46 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home