föstudagur, nóvember 11, 2005

Óréttlæti kallar stundum fram tár hjá mér.

Er að horfa á föstudagsmyndina á rúv. Fjallar um svarta að berjast fyrir að fá að stunda nám eins og hvítir. Fullt af hvítum að öskra fúkyrði á svarta. Meira segja rauðhærðir öskra á svarta. Ömurlegt.

Var um daginn hrædd við stórann svartann gaur. Velti fyrir mér hvort það væru kynþáttafordómar þar að baki. Held ekki. Myndi líka vera hrædd við stórann hvítann gaur í þessum aðstæðum.

En úr einu í öðru.
Var að heyra að Jón Gnarr væri á þeirri skoðun að samkynhneigð væri af hinu illa. Trúi því varla, eða vil allavega ekki trúa því. Hef alltaf borið virðingu fyrir kallinum. Getur þetta verið rétt?

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

jú það er rasismi. þekkingarleysi þitt kallar fram óttann... gekk í gegnum allt þetta shitt í usa.

jón gnarr er hálfvíti

nóvember 12, 2005 6:25 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home