Það eru nammiþjófar á sveimi heima hjá mér. Ég bý ein, eða öllu heldur næstum ein. Fjölskylda mín býr uppi. Ég á samt að heita að vera í kjallaraíbúð. Það er hurð inní vinnuherbergi pabba. Hún er ólæst. Reyndi að læsa hana en það gekk ekki. Nammi mitt hverfur ískyggilega hratt. Held að karlkynið sé að nappa því. Af hverju klára karlmenn alltaf allt nammið? Kannski ég hætti að kaupa nammi. Sé til. Gæti líka bara farið upp og nappað úr skápunum hjá þeim. Ekki eins og maður hafi ekki gert annað eins. Hversu óþolandi hefur það verið. Alltaf einhverjir unglingar að klára allan matinn og allt nammi á heimilinu. Held ég fari bara að skilja alltaf eftir nammi í skál fyrir þjófana, aðgengilegra.
Keypti mér miða á Airwaves þrátt fyrir að hafa ekki ætlað mér það. Stóðst ekki mátið þegar ég heyrði í Lay Low. Hlakka til að sjá hana í kvöld.
Over and out í bili!
Keypti mér miða á Airwaves þrátt fyrir að hafa ekki ætlað mér það. Stóðst ekki mátið þegar ég heyrði í Lay Low. Hlakka til að sjá hana í kvöld.
Over and out í bili!
2 Comments:
Þetta er einmitt svona hjá mér. Allt nammi hverfur og hverfur og það ansi hratt. Það er dáldið merkilegt í ljósi þess að ég fel það yfirleitt á útsmognum stöðum sem ENGUM öðrum en mér myndi detta í hug að fela á. Af hverju skyldi það þá alltaf hverfa??? :)
Góða skemmtun á Airwaves! Já ég fíla líka Lay low....og fullt af öðru dóti á hátíðinni.
Talandi um nammið þá er það yfirleitt bara mér að kenna að það hverfur hehe
Skrifa ummæli
<< Home