föstudagur, nóvember 05, 2004

jú og já

enn og aftur er þetta bara fyrir þig. Eins og ég talaði um fyrr í dag þá skiptir styrkingarskilmálinn öllu máli. Tökum sem dæmi ef ég spila í spilakassa og vinn í fyrstu þrjú skiptin og ég spila áfram, en svo næstu átta skiptinn þá vinn ég ekkert - þá er nokkuð líklegt að ég hætti bara að spila. Já, fór á tónleika á kaffi list með hljómsveitina Nimbus, sem bróðir minn er í og stendur sig eins og hetja - staðurinn var nokkuð fullur því að í þessari hljómsveit eru greinilega góðir gaurara þar sem allt fólkið var vinir og vandamenn þeirra :)
Hilla hrundi hjá mér fyrir nokkrum nóttum síðan, vaknaði við eitthvað hljóð og það fyrsta sem ég hugsaði var: "hver er frammi?" - fyrir ykkur sem ekki vita (ef einhver er og nennir actually að lesa þetta) þá bý ég í skókassa og líkurnar á því að einhver sé í hann sem ég veit ekki af eru engar! Jája, ég allavega vaknaði við eitthvað undarlegt hljóð og viti menn, þá hafði bara hillan undir græjurnar gefið sig og allt, nema reyndar græjurnar, hrunið af henni - þ.e. allir diskarnir og allt draslið sem maður geymir á svona sniðugum stöðum. Þannig að ég neyddist til að taka græjurnar af hilluna og núna hef ég enga tónlist nema frá tölvuna mína, sem eru frekar léleg hljómgæði - snúrunar frá hátölurunum ná nefninlega ekki nema bara að þeim stað þar sem græjurnar voru. "Your parents don't like me 'cause i'm poor": texti í lagi sem ég er að hlusta á. Í dag fór ég s.s. og reddaði þessum hljómgæðismálum og keypti mér góð headphones - þar til pabbinn kemur og setur upp nýja hillu, annað er jú ekki hægt fyrir dótturina góðu ;)
Kingkong-kidi-kim�-� heitir lagið sem var að byrja og ég held að titillinn segi allt sem segja þarf :) "They grabbed mister frog and began to fight" segir kannski aðeins meir um snilldina sem hljómar í eyrum mér :)
Alltaf erfitt að lýsa tónlist í texta, þannig að ég ætla nú ekki mikið að reyna það - en býð góðar stundir að sinni... bíddu.... nema að ég bæti við snilldar texta úr næsta lagi sem var að byrja: "my mother she told me to give him a chair for the girls wouldin't have him" Já, þannig að ég segi kannski aðeins frá þessari tónlist sem tröllríður öllu hjá mér þessa dagana, þá er þetta samansafn grúskara gaurs sem hann gefur út 1952, tökurnar eru hins vegar frá tímabilinu '27-'32 og ætlaði hann með þessari útgáfu að umbylta samfélagsvitund hins bandaríska borgara... og dæmi hver um sig hvernig það tókst ;)

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Jæja Sóley, bara leti í gangi?

nóvember 16, 2004 11:47 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Er búinn að hlusta á þessi tvö lög sem þú sendir mér, King kong kichie... og Old Shoes And Leggins' sem þú minnist á, alveg í klessu. Það kemur alltaf skrýtinn svipur á vinnufélagana mína þegar þetta dettur inn á playlistann... :D

Svenni

nóvember 19, 2004 2:44 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hvurslags er þetta eiginlega, opnar blogg og skrifar svo ekkert....segðu okkur nú eitthvað skemmtilegt Sóley.


Sif

nóvember 20, 2004 7:24 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home